Fréttir

Birt þann 22. mars, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Aðalfundur IGI 5. apríl – Skráning hafin

Þriðjudaginn 5. apríl verður aðalfundur IGI haldinn á Vox Club Hilton Reykjavík Nordica kl. 16 – 18. Á fundinum verður farið yfir starf vetrarins og kosin ný stjórn félagsins. IGI stendur fyrir Icelandic Game Industry, eða Samtök leikjaframleiðanda, og samanstendur af íslenskum leikjafyrirtækum, þar á meðal CCP, Plain Vanilla, Radiant Games, Lumenox Games og fleiri fyrirtækjum.

 

Dagskrá aðalfundar lítur svona út:

Hilmar Veigar Pétursson forstjóri CCP og formaður IGI
– ræðir tækifærin í leikjaiðnaði

Þorsteinn Baldur Friðriksson
– ræðir áhugaverð tímamót og stefnubreytingar hjá Plain Vanilla

Kjartan Emilsson hjá Sólfari
– gefur okkur innsýn inn í þeirra veruleika

David James Thue leikjaforritunarkennari í Háskólanum í Reykjavík
– ræðir starf sitt fyrir skólann um þessar mundir

 

Leikjafyrirtækin munu bjóða gestum að prófa nýjustu leikina sína.
Fundurinn er opinn öllum.

>> Skráning er hafin hér á heimasíðu SI (Samtök iðnaðarins)

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

Deila efni

Tögg:


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑