Fréttir

Birt þann 22. mars, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

Myndband: Svona lítur Day of the Tentacle endurbætta útgáfan út

Árið 1993 kom út ævintýraleikurinn Day of the Tentacle. Þetta var á gullárum „pick-up“ leikjanna sem LucasArts voru meistarar í að búa til. LucasArts bjó til Day of the Tentacle og fleiri góða leiki í svipuðum stíl, þar á meðal Monkey Island leikina, Sam & Max, Full Throttle, The Dig og Grim Fandango.

Í dag, 22. mars, verður Day of the Tentacle gefinn út í endurbættri útgáfu þar sem hljóð og grafík hefur verið uppfærð. Það er Double Fine Productions, fyrirtæki Tim Schafer (sem kom að gerð áðurnefndra leikja), sem sér um þessa andlitslyftingu á leiknum.

Hér fyrir neðan má sjá myndbrot þar sem grafík og hljóð úr endurútgáfunni eru borin saman við upprunlega leikinn frá árinu 1993.

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑