Fréttir

Birt þann 20. mars, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Batman-leikur frá Telltale væntanlegur í sumar

Á SXSW Gaming Expo tilkynnti Telltale að í sumar mun leikjasería byggð á Batman vera gefin út. Það er of snemmt til að sýna skjáskot úr leiknum en við munum bíða spennt eftir að sjá hvernig Telltale mun færa sinn sögustíl yfir á borgina Gotham.

Telltale er með öflugt orðspor fyrir að búa til leiki með góðar sögur, og þá sérstaklega sögur þar sem ákvarðanir spilara hafa mikil áhrif á hvað gerist í sögu leiksins.

Saga leiksins mun gerast í nútímanum, en ekki tengjast neinum ákveðnum heimi Batmans (t.d. kvikmyndanna, leikjanna eða teiknimyndasagnanna) heldur verður þessi heimur alveg sjálfstæður. Spilarinn stjórnar Bruce Wayne og Batman, og ákvarðanir sem teknar eru sem t.d. Bruce geta haft áhrif á Batman, og öfugt. ( [spoiler] já, við vitum að Bruce Wayner er Batman! [/spoiler] ).

Ekki er búið að uppljóstra hvaða illmenni munu koma við sögu en án efa munum við heyra eitthvað þegar nær dregur að útgáfu. Telltale hefur gefið út leiki í hlutum, og er ekki hægt annað en að búa sig undir það sama fyrir þessa seríu. Núna er bara að bíða og æfa sig að tala eins og Batman þangað til að leikurinn kemur út.

Heimild: The Telltale Blog

 

 

Höfundur er Daníel Páll Jóhannsson.

 

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑