Fréttir

Birt þann 17. mars, 2016 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Þessir hlutir fylgja með PlayStation VR

Sony tilkynnti á GDC 2016 að PlayStation VR, PlayStation 4 sýndarveruleikagleraugun, muni koma í verslanir í október næstkomandi og eigi eftir að kosta $399 Bandaríkjadali / €399 Evrur / £349 Bresk pund (fer eftir því hvar varan er keypt). En hvað fær kaupandinn fyrir peninginn? Hér er listi yfir innihald PlayStation VR pakkans:

  • PlayStation VR sýndarveruleikagleraugu
  • Vinnslubox (Processing Box)
  • Rafmagnssnúra
  • Heyrnatól
  • Dual HDMI tengi – til að tengja gleraugun við boxið
  • HDMI tengi – til að tengja PS4 við boxið.
  • Micro USB tengi

Hér er svo sjá mynd af öllum PlayStation VR búnaðinum.

PlayStation_VR_pakkinn

Athugið að PlayStation 4 myndavélin er NAUÐSYNLEG til að PlayStation VR virki með PlayStation 4 og er seld sér. PlayStation Move er valfrjáls búnaður en sumir leikir munu notast við PlayStation Move pinna.

Mynd: Sony

 

Höfundur er Bjarki Þór Jónsson

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑