Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Íslenska indí þjóðlagarokk/popp sveitin Árstíðir sló á létta strengi í Sankti Pétursborg í Rússlandi fyrir stuttu og spiluðu lagið Dr. Wily’s Castle úr Mega Man 2. Samkvæmt heimasíðu Árstíða var ákveðið að spila lagið eftir að Hallgrímur og Karl spiluðu leikinn til að drepa tíma í langri lestarferð í Rússlandi nokkrum dögum áður. – BÞJ

Lesa meira

Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla hefur verið að vinna að gerð barnaleiksins Moogies fyrir iPad og iPhone. Leikurinn er ætlaður börnum á aldrinum 2-6 ára og foreldrum þeirra og samkvæmt Þorsteini Baldri Friðrikssyni, framkvæmdastjóra Plain Vanilla, mun leikurinn bjóða upp á skemmtun og þroskandi leiki. Samkvæmt Viðskiptablaðinu í dag hefur Plain Vanilla landað útgáfusamningi við Chillingo (sem sáu meðal annars um dreifingu á Angry Birds) um dreifingu á Moogies, en leikurinn er væntanlegur á Apple App Store síðar á þessu ári. – BÞJ Heimildir: Viðskiptablaðið Plain Vanilla

Lesa meira

Stórleikurinn DUST 514 frá íslenska leikjafyrirtækinu CCP er væntanlegur á PlayStation 3 á næsta ári. Það hefur lítið frést af leiknum síðan að Hilmar Veigar Pétursson, framkvæmdastjóri CCP, tilkynnti á E3 sýningunni (sem var haldin í byrjun júní) að leikurinn yrði eingöngu fáanlegur á PlayStation leikjavélarnar, en áður var ekki vitað með vissu á hvaða leikjatölvu(r) leikurinn stefndi. PlayStation.Blog náði tali af Brandon Laurino, aðalframleiðanda hjá CCP, og ræddu við hann um leikinn og kom ýmislegt áhugavert þar fram. Meðal annars útskýrði hann að PlayStation leikjavélin hafi fyrst og fremst orðið fyrir valinu vegna vilja Sony um að vinna með…

Lesa meira

Svo virðist sem að einhver hafi komist snemma í eintak af Elder Scrolls V: Skyrim en leikurinn er ekki væntanlegur fyrr en 11. nóvember í verslanir. Í kjölfarið hefur korti úr leiknum verið lekið á netið sem gefur spilurum smá tilfinningu fyrir því sem koma skal í nóvember. Kortið var upphaflega á rússnesku en hefur nú verið þýtt á ensku. Kortið sem lak á netið: Heimild: Product Reviews Mynd: Myona

Lesa meira

Fyrrverandi hnefaleikakappinn Charlie á ekki sjö dagana sæla. Hann er ekki aðeins stórskuldugur og nýbúinn að stúta síðasta bardagavélmenninu sínu, heldur fréttir hann af því að 11 ára sonur hans, Max, hafi nýlega misst móður sína. Honum eru gefnir tveir valkostir,  forræði yfir syni sínum eða að passa hann í heilt sumar fyrir fúlgu fjárs, hann er ekki lengi að semja um seinni valkostinn. Honum til mikils ama er drengurinn erfiðari en Charlie átti von á, en svo virðist sem þrjóska Max eigi eftir að breyta lífi þeirra beggja. Þegar ég heyrði um myndina var ég ekki lengi að skjóta…

Lesa meira

ESA (evrópska geimstofnunin) tilkynnti að stefnt væri að tveimur geimskotum í vísindalegum tilgangi. Fyrsta geimskotið mun koma geimfari á sporbaug um sólina og hefur annað geimfar aldrei farið jafn nálgt henni hingað til. Geimfarið mun mæla sólarvinda og áhrif þeirra á plánetur í sólkerfi okkar, og þá sérstaklega jörðina. Seinna geimfarinu er ætlað að rannsaka hulduorku (Dark Energy) og þensluhraða alheimsins, en uppgötvun þessara þátta var verðlaunuð með Nóbelsverðlaunum 5. október 2011. Geimferðirnar eru kallaðar Solar Orbiter og Euclid, og eru þær flokkaðar sem miðlungs geimferðir sem ESA áætlar að eigi eftir að kosta minna en 470 milljón evra hvor.…

Lesa meira

Hver hefur ekki dottið inn á áhugaverða síðu á Facebook og langað til að kynna sér innihaldið betur en þá reynist síðan vera á spænsku, frönsku eða öðru tungumáli? Í náinni framtíð verður það lítið mál því Facebook eru að vinna að þýðingar möguleika sem mun geta þýtt ekki bara síðuna, heldur allar athugasemdir sem hafa verið skrifaðar. Þeir vinna að þessu verkefni í samstarfi við Microsoft Bing. Eins og með margar breytingar á samfélagsmiðlinum vinsæla þá rúlla breytingarnar hægt og rólega yfir alla notendur þannig að ekki furða þig á því ef það verður allt í einu kominn takki sem…

Lesa meira

Fótbolti er sú íþrótt sem hefur eitt mesta fylgi allra íþrótta víðast hvar í veröldinni, og það á nú enga að síður við hér á Íslandi. Mörgum nægir það einfaldlega ekki að sjá uppáhalds liðið sitt spila einu sinni til tvisvar í viku, svo þar getur FIFA létt þeim lífið. FIFA er þó ekki bara fyrir fótbolta unnendur, þó svo að þeir séu vissulega lang stærsti hluti spilenda, heldur eru líka þó nokkuð margir sem spila leikina en horfa varla á fótbolta yfir höfuð. Þann 28. september síðastliðinn kom á markað nýjasta útgáfan af hinni sívinsælu FIFA, fótbolta-eftirhermu, tölvuleikjaseríu. Leikurinn…

Lesa meira

Hakkarakeppni Háskóla Reykjavíkur er í fullum gangi og getur hver sem er tekið þátt í keppninni. Sigurvegarinn hlýtur hinn epíska titil: RU’S MOST LEET HACKER! Á heimasíðu keppninar er henni lýst svona: Welcome! Chances are you have come here because you are curious about how things work and what makes them tick. After all, curiosity is the essence of human existence. In the olden days, people who were inherently curious about looking under the hood of computers were called hackers. When the Internet came along, the phrase became associated with those who found exploits against Internet services, making them do unexpected…

Lesa meira