Fréttir

Birt þann 11. október, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Plain Vanilla gerir samning við Chillingo

Íslenska leikjafyrirtækið Plain Vanilla hefur verið að vinna að gerð barnaleiksins Moogies fyrir iPad og iPhone. Leikurinn er ætlaður börnum á aldrinum 2-6 ára og foreldrum þeirra og samkvæmt Þorsteini Baldri Friðrikssyni, framkvæmdastjóra Plain Vanilla, mun leikurinn bjóða upp á skemmtun og þroskandi leiki.

Samkvæmt Viðskiptablaðinu í dag hefur Plain Vanilla landað útgáfusamningi við Chillingo (sem sáu meðal annars um dreifingu á Angry Birds) um dreifingu á Moogies, en leikurinn er væntanlegur á Apple App Store síðar á þessu ári.

BÞJ


Heimildir:
Viðskiptablaðið
Plain Vanilla

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Skildu eftir svar

Efst upp ↑