Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Fyrir rúmum átján árum, nánar tiltekið 10. desember 1993, kom út leikur sem er talinn vera einn mesti áhrifavaldur á þá tölvuleikjamenningu sem við lifum nú við. Leikurinn heitir DOOM og var framleiddur af id Software. DOOM hefur verið sagður vera leikurinn sem gerði fyrstu persónu skotleiki vinsæla með því að hafa möguleika á fjölspilun og stuðning fyrir leikmenn til þess að búa til aukaefni fyrir leikinn. Leikurinn inniheldur mikið ofbeldi og er með satanísku ívafi sem olli því að hann var umtalaður. Í DOOM spilar spilarinn hlutverk geimliða sem verður að berjast í gegnum rannsóknarstöð á Phobos, öðru tungli Mars,…

Lesa meira

Frá árinu 2003 hefur bandaríska sjónvarpsstöðin Spike staðið fyrir árlegri tölvuleikjaverðlaunahátíð sem ber heitið Spike VGA, eða Spike Video Game Awards. Í gær fór verðlaunahátíðin fyrir árið 2011 fram og hlaut fjöldi stórleikja verðlaun. Ber þar helst að nefna Portal 2, Batman: Arkham City, Skyrim og Bastion. Niðurstöður Spike Video Game Awards 2011: Leikur ársins The Elder Scrolls V: Skyrim Batman: Arkham City The Legend of Zelda: Skyward Sword Portal 2 Uncharted 3: Drake’s Deception Leikjafyrirtæki ársins Bethesda Naughty Dog Rocksteady Studios Valve Besti Xbox 360 leikurinn Batman: Arkham City Forza Motorsport 4 Gears of War…

Lesa meira

Það getur verið erfitt að finna jólagjöf fyrir nördana – sérstaklega ef þú talar ekki klingonsku eða ert yfir höfuð alveg ókunnug(ur) nörda heiminum. Við hjá Nörd Norðursins höfum smalað saman gjafahugmyndum úr ýmsum áttum til að aðstoða ykkur við valið! BÓKANÖRDIÐ VÍSINDASKÁLDSÖGUR – Flestir nördar fæðast með áhuga á vísindaskáldskap. Í vísindaskáldskap má finna samblöndu af því helsta sem kætir okkur nördana; framtíðin, geimvísindi, geimverur, vélmenni, gervigreind, tímaflakk, geislabyssur, tækni, fjarhrif og aðrir yfirnáttúrulegir hlutir. Jóhann Þórsson fjallaði um fimm bestu vísindaskáldsögur allra tíma sem má nálgast hér. ÆVINTÝRI TINNA – Myndasögurnar um ævintýri Tinna eru löngu orðnar…

Lesa meira

Íslenski tölvuleikurinn 12 Stacks of Christmas er kominn út. Leikurinn er fáanlegur á Apple App Store fyrir iPad og kostar lítil 99 bandarísk sent. Hjónin Friðrik Magnússon og Guðný Þorsteinsdóttir eru höfundar leiksins, en þau sérhæfa sig í gerð tölvuleikja og markmiðlunarefnis. Það er fyrirtækið Ís-Leikir ehf. sem gefur leikinn út og í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í dag, miðvikudaginn 7. desember, er leiknum líst svona: Stacks er eðlisfræðileikur sem gengur út á að stafla jólgjöfum á bakka sem fjölskyldumeðlimir halda á. Ekki má missa of marga pakka og alls ekki má missa bakkana sem pakkarnir eiga að vera…

Lesa meira

Veðrið er nýr íslenskur og ókeypis aukahlutur (widget) í Android snjallsíma. Veðrið er væntanlegt í iPhone á næsta ári en í fyrstu útgáfunni (sem er nú fáanleg) verður hægt að finna upplýsingar um vindátt, meðalvind- og hámarksvindhraða síðastliðnu tíu mínútur, hita, veghita, raka, umferð og fleira. Það eru þeir Guðmundur Hallgrímsson og Ólafur Helgi Haraldsson sem standa á bak við þennan skemmtilega aukahlut. Aukahlutnum er líst á eftirfarandi hátt á Vedrid.com: Veðrið birtir upplýsingar um íslenskt veður á því formi sem flestir þekkja, veðurskiltum Vegagerðarinnar. Þar að auki bíður græjan upp á greiðan aðgang að nánari upplýsingum um vind, vindhviður, hita,…

Lesa meira

Flestir nördar fæðast með áhuga á vísindaskáldskap. Í vísindaskáldskap má finna samblöndu af því helsta sem kætir okkur; framtíðin, geimvísindi, geimverur, vélmenni, gervigreind, tímaflakk, geislabyssur, tækni, fjarhrif og yfirnáttúrulegir hlutir. Jóhann Þórsson hefur leitt okkur í gegnum fimm bestu vísindaskáldsögur allra tíma síðastliðnar vikur og mánuði, og nú liggur fyrir hverjar þessar fimm sögur eru: 1. Gateway (1977) eftir Frederik Pohl. 2. 1984 (1949) eftir George Orwell. 3. Neuromancer (1984) eftir William Gibson og Snow Crash (1992) eftir Neal Town Stephenson. 4. Rendezvous With Rama (1973) eftir Arthur C. Clarke. 5. Dune (1965) eftir Frank Herbert. Ert þú…

Lesa meira

Jóhann Þórsson fjallar um FIMM BESTU VÍSINDASKÁLDSÖGUR ALLRA TÍMA. Gateway, eftir Frederik Pohl. Mannkynið hefur heimsótt Venus, og fundið þar eitthvað áhugavert. „When men began to poke around on the surface of Venus they found the Heechee diggings.“ Þar finnst kort af sólkerfi okkar, með plánetunum greinilega merktum inná. En að auki er einn hlutur merktur. Smástirni. Það er um tíu kílómetrar að lengd og perulaga. Að utan virðist smástirnið brennt, þó glittir í blátt á stöku stað. Að innan var alheimurinn mönnunum skyndilega aðgengilegur. Smástirnið fékk nafnið Gateway. Þegar Gateway fannst og var skoðað kom í ljós að í því…

Lesa meira

Lengi hefur verið deilt um hvort ofbeldi í tölvuleikjum hafi slæm áhrif á spilara þeirra og ýti undir tilhneigingu til ofbeldis. Það má flokka skoðanir manna í tvo hópa; annar heldur því fram að ofbeldisleikir ýti undir árásargirni spilara og hinn hópurinn segir engin tengsl þar á milli. Skiptar skoðanir eru um málefnið og verða báðar hliðar málsins skoðaðar í þessari grein. Dr. Guðbjörg Hildur Kolbeins er doktor í fjölmiðlafræði og kennari við Háskóla Íslands. Í tímaritinu Uppeldi er grein frá 2004 eftir Guðbjörgu sem ber heitið „Eru tölvuleikir skaðvaldur eða saklaus skemmtun?” þar sem hún tekur fyrir ofbeldisleiki og áhrif…

Lesa meira