Íslenskt

Birt þann 12. desember, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

1

Íslenski Spectrum leikurinn Leitin – myndband

Í leikjanördablogginu í október síðastliðnum var fjallað um óvæntan glaðning í Góða hirðinum og voru þar á meðal leikir í gömlu góðu Sinclair Spectrum tölvuna. Svo skemmtilega vill til að tæpum tveim mánuðum síðar hefur fyrrverandi eigandi Spectrum leikjanna skilið athugasemd eftir sig – og ekki nóg með það heldur er sá hinn sami höfundur íslenska tölvuleiksins Leitin.

Um er að ræða textaævintýraleik frá árinu 1989/1990 í Sinclair Spectrum þar sem spilarinn fer í hlutverk blaðamanns sem er í leit að týndum fjársjóði. Höfundar leiksins eru þeir Magnús Kristinn Jónsson og Matthías Guðmundsson.

Í þessu átta mínútna myndbandi (sem er birt með leyfi höfundar) sést hvernig leikurinn virkar og hvernig hann er uppsettur. Við stefnum á að veita ítarlegri umfjöllum um leikinn á næstunni þar sem við getum vonandi leitt ykkur í gegnum hluta leiksins og bætt við einhverjum skemmtilegum fróðleik.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



One Response to Íslenski Spectrum leikurinn Leitin – myndband

Skildu eftir svar

Efst upp ↑