Fréttir

Birt þann 16. desember, 2011 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Tiny Places: Nýr leikur frá Gogogic

Ævintýraþrautaleikurinn Tiny Places, eða Amazing Napoleon’s Great Escape from Tiny Places eins og hann heitir fullu nafni, kom í Apple AppStore í gær. Það er íslenska leikjafyrirtækið Gogogic sem stendur á bak við leikinn, en þeir sendu nýverið frá sér fréttatilkynningu varðandi lokun Vikings of Thule.

Í Tiny Places stjórnar spilarinn lipra kamelljóninu Napoleon sem ætlar að flýja frá eiganda sínum. Kamelljónið notar löngu tunguna sína til að sveifla sér milli hluta í átt að útgönguleiðinni, en á leiðinni þangað þarf Napoleon að forðast óvini og aðra hluti sem á vegi hans verða. Í þessum litríka leik er að finna 48 mismunandi borð sem spilarinn þarf að komast í gegnum til að sigra leikinn.

Leikurinn er fáanlegur á Apple Appstore og kostar $0,99 fyrir iPhone og iPod Touch en iPad útgáfan kostar $1,99.

 

Hefur þú spilað leikinn og vilt gagnrýna hann?

Sendu okkur línu.

BÞJ

Heimild og mynd: Gogogic

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑