Battleship er tröllvaxinn bandarískur ostborgari – safaríkur, bragðgóður, og vel grillaður ostborgari sem þú gæðir þér á í góðum félagsskap á fínum degi. Myndin er ein stór klisja og gerir sér grein fyrir því án þess að draga fram skopstælingarspilið, hún vinnur með það sem hún hefur og mótar STÓRA og skemmtilega sumarmynd úr því. Hún veit hvað hún vill og tekst að fá því framgengt með stæl. Battleship grípur þig með kímnigáfu sinni, viðkunnanlegum persónum og loforðum um heilmikið hávært sjónarspil sem hún stendur svo sannarlega við. Hugmyndin er einföld og spilar (híhí) aldrei langt út fyrir þægindamörk sín,…
Author: Nörd Norðursins
Í síðastliðinni viku tilkynntu DC Comics útgáfu sex blaða míníseríu um vöðvatröllið He-Man sem mun koma út í byrjun júlí. James Robinson mun skrifa sögurnar og munu þeir Philip Tan og Ruy Jose sjá um myndskreytinguna. Fyrsta forsíðan hefur nú þegar litið dagsins ljós (smelltu á myndina hér til hægri til að sjá hana í fullri stærð) og verður að segjast að hún lítur ansi vel út. Robinson mun kynna lesendum fyrir Meisturum alheimsins, eða Masters of the Universe eins og þeir eru betur þekktir. Þeir hafa misst minnið og muna þar af leiðandi ekki eftir fyrri hetju árum sínum…
Í tilefni 30 ára afmælis Masters of the Universe fékk fyrirtækið Mattel teiknimyndasögu- og tölvuleikjateiknarann Alvin Lee til að gera nokkrar nýjar myndskreytingar fyrir ýmiskonar söluvarning. Útkoman er eitt stórt VÁ! Myndirnar eru merktar Matty Collector. Heimild: MTV Geek – BÞJ
Fyrr á þessu ári kom hin marg umrædda PlayStation Vita leikjavél út. Vita er þriðja handhelda leikjatölvan sem Sony gefur út. Eftir vel heppnaða frumraun (PSP) áttu þeir þó brattann að sækja því enginn vafi liggur á um að PSP Go frá árinu 2009, var í einu og öllu misheppnaðasta leikjavél Sony til þessa. Sony menn voru þó ekki tilbúnir að gefast upp og gerðu sitt besta til þess að vinna neytendur aftur á sitt band. Loks eftir þriggja ára framleiðslu leit PS Vita dagsins ljós, en hefur hún það sem til þarf til að koma Sony aftur á strik…
Í það minnsta er hægt að segja að Iron Sky sé uppskera mikillar ástar aðstandenda og áhugamanna sem fjármögnuðu og framleiddu myndina. Hún var framleidd fyrir sjúklega lítinn pening og afraksturinn borgar sig fimmfalt í framsetningu og skemmtanagildi. Hafið engar áhyggjur, myndin er ekki bara einn stór nasistabrandari, heldur er hún samansafn af nasistabröndurum sem tekst fáránlega oft að kitla hláturtaugarnar, sérstaklega miðað við hvað hugmyndin virkar einhæf á blaði. Myndin er í svipuðum dúr og gamanmyndir Mel Brooks og nýtir hugmyndsína til fulls, í bakgrunni jafnt og forgrunni er heilmikið sjónrænt grín sem sparar hvergi höggin. Myndin byrjar sterk, heldur…
Í tilefni af eins árs afmæli Nörd Norðursins ætlum við að gefa nokkrum heppnum lesendum miða fyrir 2 á myndina Iron Sky. Það eina sem þú þarft að gera til þess að eiga möguleika á að vinna er að fara á Facebook síðuna okkar og skrifa athugasemd (comment) við Iron Sky stöðuna (status) á veggnum okkar, og segja hver þín uppáhalds vísindaskáldsaga er! Uppfærsla: Búið er að draga í leiknum okkar. Vinningshafar eru; Védís Ragnheiðardóttir, Sveinn Dal Björnsson, Bárður Bergsson, Axel Paul Gunnarsson, Sigurður B. Jökulsson, Oddur Sigurjónsson, Kristján S. Einarsson, Lína Klaufi Knútsdóttir, Anton Logi Sverrisson. Bíó Paradís…
Nýi afþreyingarvefurinn gedveikt.com skorar á Sinfóníuhljómsveit Íslands til að halda sérstaka tónleika tileinkuðum tölvuleikjatónlist, en slíkir tónleikar hafa notið mikilla vinsælda erlendis. Sinfóníuhljómsveitin hefur nú þegar haldið nokkra tónleika tileinkuðum kvikmyndatónlist og tími til kominn að heyra stafræna tölvuleikjatóna lifna við í Hörpunni. Látum þetta gerast! Smelltu á Like takkann við þessa frétt á gedveikt.com til að skrifa undir áskorunina. Okkar hugmynd að góðri dagskrá; Super Mario Bros, þemalag The Legend of Zelda, Overworld Mega Man syrpa (Dr. Wily’s Castle, MM3 Intro og Snakeman Stage (Intro)) Ducktales syrpa (The Moon, The Amazon og The Himalayas) Sonic syrpa (Green Hill,…
Þegar The Darkness kom út árið 2007 vakti hann athygli fyrir að vera frumlegur fyrstu-persónu skotleikur með athyglisverðan söguþráð, enda byggður á vinsælli teiknimyndaseríu. Síðan eru liðin fimm ár og í stað Starbreeze Studios (Chronicles of Riddick og nýlega Syndicate) hafa Digital Extremes tekið við leiknum. Aðalsöguhetjan, Jackie Estacado, er ríkur og virtur mafíu guðfaðir. Hann vill ekki að Myrkrið (The Darkness) sem lifir innra með honum nái stjórn yfir honum svo hann bælir það niður. Myrkrið er afbrigði af Kölska sjálfum sem getur ekki birst í eigin formi (hingað til ) og tekur sér því bólfestu í móttækilegum mannverum og hefur hann gert…
Hópur fólks hefur hótað Electronic Arts (EA), einu stærsta tölvuleikjafyrirtæki heims, að hætta öllum viðskiptum við fyrirtækið. Af hverju? Vegna þess að EA hefur ákveðið að gefa spilurum þann valmöguleika á að vera samkynhneigður karakter í einum af vinsælustu leikjum þeirra; Star Wars: The Old Republic. Hrint hefur verið af stað undirskriftasöfnun til að styðja við bakið á EA í þessari baráttu gegn fordómum í garð samkynhneigðra og einnig til að hvetja þá til þess að gefa ekki eftir. Þegar skrifað er undir undirskrifarlistann samþykkir viðkomandi eftirfarandi skilaboð frá Yoda til EA: TO: ELECTRONIC ARTS Sending you a message of support…
DUST 514 hefur verið á margra vörum eftir að EVE Fanfest var haldið í síðasta mánuði, en þar ræddi fyrirtækið meðal annars um framtíð DUST 514 og fengu hátíðargestir jafnframt að prófa prufuútgáfu af leiknum, sem kemur út í sumar. Jo Garcia úr Playboy þættinum Gamer Next Door lét sig ekki vanta og heimsótti EVE Fanfest í Reykjavík þar sem hún spjallað við starfsmenn CCP og prófaði leikinn. Átján ára og eldri geta nálgast viðtölin á heimasíðu Playboy með því að smella hér.