Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Fyrirtæki og ríkisvöld virðast þyrsta í upplýsingar um netverja. Fyrst var SOPA frumvarpið lagt fram svo PIPA, auk HR 1981 og ACTA samkomulagsins, og nú er komið að bandaríska CISPA frumvarpinu – eða Cyber Intelligence Sharing and Protection Act (einnig þekkt sem HR 3523). Ólíkt SOPA og PIPA hefur ekki farið mikið fyrir CISPA, en í stuttu máli er CISPA ansi líkt SOPA sem gengur út á það að safna persónuupplýsingum um netverja og vefsíður. Helsta breytingin er nafnið á frumvarpinu en því er beint að svokölluðum „ógnum á netinu“ (cyberthreats) án þess þó að það sé skilgreint eitthvað frekar. Ríkið, leyniþjónustur og fyrirtæki fá…

Lesa meira

Þú! Já, þú sem ert að lesa. Gerðu sjálfum/sjálfri þér stóran greiða; ekki lesa neina umfjöllun um myndina þar sem kemur fram um hvað hún fjallar, ekki horfa á stiklurnar, og alls ekki tala við neinn sem hefur séð hana og á erfitt með að halda aftur reglulegri munnræpu. Þetta verður rýni laus við alla spilla (spoilers) og ég lofa því að ef þið haldið ykkur við það sem ég sagði hér fyrir framan og farið á hana með opnu hugarfari, þá mun myndin borga það margfalt til baka. Sjálfur var ég þakklátur fyrir að hafa farið eftir fyrirmælum þeirra…

Lesa meira

Ég leyfi mér að fullyrða að allar stelpur spili tölvuleik á einn eða annan máta. Sumar láta sér Facebook leiki nægja meðan aðrar, eins og ég, kjósa að spila MMORPG og enn aðrar spila kapal eða hina svokölluðu dúkkulísuleiki. Mig langar samt að segja aðeins frá mínum tölvuleikjum. Eins og flestir sem þekkja mig vita þá er ég ekki bara skósjúk stelpa með áhuga á tísku, hönnun og að baka kökur. Ég er einnig mikill lestrarhestur og les fantasy, sci-fi meira heldur en nokkurn tíman rauðu seríurnar. Það var einmitt áhugi minn á ævintýrum og ævintýraheimum sem hrinti mér inn…

Lesa meira

Diablo 3 er nýjasta meistaraverk Blizzard leikjafyrirtækisins en eins og nafnið gefur til kynna er leikurinn sá þriðji í Diablo seríunni. Saga leiksins gerist um tuttugu árum eftir Diablo 2 og hittir spilarinn persónur í leiknum sem hafa áður komið við sögu. Settur útgáfudagur fyrir leikinn er 15. maí 2012 og þótt ótrúlegt sé þá virðist sem Blizzard eigi eftir að skila leiknum á tilsettum tíma en þeir eru þekktir fyrir það að seinka útgáfu leikja sinna. Til þess að spila Diablo 3 er nauðsynlegt að búa til aðgang á Battle.Net til að nota í Diablo 3 leiknum. Vert er…

Lesa meira

Vinur minn sagði mér eitt sinn að hann væri til í að vera sendur til Afghanistan til að hjálpa NATO-mönnum að skjóta lýðræði inn í fólkið. Hann væri nefnilega svo góður að miða. Þetta var laukrétt hjá honum. Hann hefði í raun skotið óteljandi hryðjuverkamenn í gegnum tíðina af ótrúlegum færum. Hann hafði meira að segja séð vini sína liggja í valnum og sjálfur hafði hann slasast oft í bardögum. Að geta haldið áfram að berjast eftir að hafa misst sína nánustu félaga er ótrúlegt. Að berjast við hræðilegar aðstæður í fjarlægu landi, aftengja sprengjur og útrýma heilu hryðjuverkasellunum á…

Lesa meira

Yfirlit Aldur 13+ Leikmenn 3+ Spilatími 45 mínútur+ Fíaskó er íslenskt spil sem kom út síðla árs 2011. Það er hugvit þriggja vina úr Kópavogi en virðist þó að einhverju leyti byggt á gamalreyndum partíleik sem í mínum kunningjahópi kallast einfaldlega „æsti leikurinn“. Eins og það nafn gefur réttilega til kynna er hér um að ræða mjög skemmtilegan leik sem breytir hvaða partíi sem er í hörku stuð. Það að komin sé útgáfa af þessum leik í spil og honum þannig dreift til fjöldans er því ekkert nema jákvætt! Gangur leiksins Spilið gengur út á það að safna stigum…

Lesa meira

Áður en ég byrja ætla ég að biðja ykkur um að pæla ekkert í einkunnargjöf myndarinnar, það er ómögulegt að dæma þessa mynd á okkar skala því hún er framleidd fyrir allt aðra menningu með gjörólíkri kvikmyndagerð en við erum vön. Þetta var í fyrsta sinn sem ég horfði á Bollywood-mynd (Slumdog Millionare telst ekki vera Bollywood-mynd) og ég hafði sáralítið til að miða við áður en ég fór á hana; svona kvikmyndir sýna aldrei beinan koss og oft bresta leikararnir í söng, sama hvaða kvikmyndaflokki hún tilheyrir. En Enthiran tilheyrir nefninlega ekki einum flokki, hún tilheyrir kryddblönduflokkinum þar sem…

Lesa meira

Í kjölfar þess að Skinna.is opnaði nýja íslenska rafbókabúð ákváðum við hjá Nörd Norðursins að gera verðkönnun á völdum verkum sem eru einnig fáanleg í bóka formi. Bókaverðið miðum við út frá skráðu verði þann 15. apríl 2012 á heimasíðu Eymundssonar annars vegar og Skinnu.is hins vegar. TITILL EYMUNDSSON SKINNA Gamlinginn sem skreið út… 2.699 (kilja) / 3.999 (innbundin) 2.790 Svartur á leik 2.699 (kilja) 2.690 Hungurleikarnir 1.999 (innbundin) / 2.299 (kilja) 2.200 Einvígið 2.499 (innbundin) / 2.699 (kilja) 3.790 Brakið 2.699 (innbundin/kilja) 3.790 Falskur fugl 999 (kilja*) 1.890 Hausaveiðararnir 2.699 (kilja) / 2.999 (innbundin) 2.490 Myrkfælni – Smásögur 2.499 (kilja) 1.490 Sjöundi…

Lesa meira

Skinna, íslenska rafbókabúðin, opnaði vefsvæði sitt í gær. Bókabúðin býður upp á þokkalegt úrval af bókum úr ýmsum flokkum, allt frá skáldsögum til fræðibóka, íslenskum sem erlendum. Forlagið Útgáfa, Bjartur Bókaforlag, Rúnatýr, Urður bókafélag og Ugla eru meðal þeirra forlaga sem selja bækur hjá Skinnu og er markmið þeirra einfalt; Markmið okkar er að allar rafbækur sem gefnar eru út á Íslandi séu aðgengilegar til kaups hjá okkur á einfaldan og hagkvæman hátt lesendum rafbóka til ánægju og íslensku ritverki til framdráttar. Smelltu hér til að heimsækja Skinna.is Kaupir þú þínar bækur rafrænt? – BÞJ

Lesa meira