Bíó og TV

Birt þann 27. apríl, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Ævintýri á Einkamál – Ný íslensk vefsería [MYNDBAND]

Ævintýri á Einkamál er ný íslensk vefsería sem hóf göngu sína í dag. Þættirnir eru þrír talsins og svipa aðeins til míní-þáttanna Ástir og örlög nördanna úr Fóstbræðrum.

Á YouTube er vefseríunni lýst svona:

Ævintýri á Einkamál er þriggja þátta vefsería. Næstu tveir hlutar koma út með viku millibili.

Þættirnir fjalla um hinn hryggbrotna öfganörda Jóhann, sem leitar á náðir Einkamál til að leysa kvennamál sín. Súrir vinir, erfiðar aðstæður og hröð atburðarrás ráða ríkjum í þessari trufluðu seríu sem á engan sinn líka í íslenskri þáttagerð.

Fylgist vel með á næstu vikum, þegar meira efni frá Fenrir Films ratar á netið, alltaf á föstudögum.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnSkildu eftir svar

Efst upp ↑