Nördaráðstefnan MCM Expo London Comic Con fór fram 25.-27. maí 2012 í hinni risavöxnu ExCel sýningarhöll sem er staðsett við miðborg London og í stuttri fjarlægð frá hinni þekktu Thames á. Ritstjóri Nörd Norðursins skellti sér á ráðstefnuna laugardaginn 26. maí þar sem hann fékk m.a. að prófa tölvuleikinn Lollipop Chainsaw (sem komst á tölvuleikja topplistann okkar fyrir árið 2012), og kynnast listinni á bakvið búningaleik (cosplay), hinu ódauðlega japanska krúttleika-brjálæði ásamt því að hitta nokkra (mis)þekkta einstaklinga. Sleikipinnar og blóðpollar Gestir hátíðarinnar fengu tækifæri til þess að prófa hinn blóðuga, kynþokkafulla og ruglaða uppvakningaleik Lollipop Chainsaw, en hann…
Author: Nörd Norðursins
Lengi hefur verið deilt um það hvort að tölvuleikir séu list eða einungis vörur með hátt skemmtanagildi og lítið annað undir yfirborðinu. Jafnvel einn háttsettasti kvikmyndagagnrýnandi allra tíma, Roger Ebert, hefur gengið svo langt að neita algjörlega listrænni tilvist í heimi tölvuleikja. Hvað finnst mér, einum af þessum svokölluðu „casual-spilurum“ sem tekur upp á því að spila nýja leiki með löngu millibili og glápi mun meira á kvikmyndir? Ég tel tölvuleiki klárlega vera listform, jafn mikið og ég tel þá vera skemmtun. Þegar fólk tekur undir það sem Roger Ebert hefur að segja um tölvuleiki gleyma margir hverjir að hann…
Nörd Norðursins fór á MCM Expo London Comic Con laugardaginn 26. maí. Stemningin var mjög góð og höfðu margir gestir lagt mikinn metnað í búningana sem þeir klæddust (cosplay), eins og sést á þessum myndum.
Breska sjónvarpsstöðin BBC hefur beðist afsökunar á því að birta merki úr Halo tölvuleikjunum í stað merkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Síðastliðinn þriðjudag birti BBC merki United Nations Space Council (UNSC) úr Halo í fréttatímanum News at One, en merkið var sýnilegt á meðan fréttaþulur sagði frá átökunum í Sýrlandi. Í tilkynningu frá BBC kemur fram að um mistök voru að ræða og biður BBC áhorfendur afsökunar á þessu klúðri. Heimild: CVG UK – BÞJ
Matt og Asia mynduðu sterk tengsl þegar þau spiluðu tölvuleikinn Minecraft. Þau byggðu hús saman í hinum kubbalaga Minecraft heimi og síðan þá hafa þau verið óaðskiljanleg í leiknum, og utan hans. Matt bað Asia um að giftast sér uppi á sviði á MineCon ráðstefnunni með aðstoð leikjahönnuðanna, þannig að það kom í raun engum á óvart að þau tvö ákváðu að hafa Minecraft þema í brúðkaupinu. Myndir segja meira en þúsund orð. Heimild og myndir: The Goodness – BÞJ
Wizards of the Coast hafa gefið út lítinn, ókeypis prufupakka sem gerir fólki kleift að spila stutt ævintýri. Ég hef sjálfur rennt létt yfir þennan pakka og sýnist mér að viðkomandi þurfi ekki að vera sérfræðingur í D&D eða spunaspilum yfir höfuð. Í þessum pakka er lítið ævintýri og fimm tilbúnir karakterar, ásamt reglum og upplýsingum um hvernig skuli spila ævintýrið. Það eina sem þarf að gera til þess að taka þátt í ævintýrinu, fyrir utan innihald pakkans, er prentari til að prenta út upplýsingar um karakterana (þ.e.a.s. ef þú kýst að hafa þær útprentaðar) ásamt skriffærum. Einnig þarf D&D…
Sumir fjölmiðlar kjósa að einblína á neikvæðar fréttir sem tengjast spilun tölvuleikja, en það má ekki gleyma því að það eru tvær hliðar á því máli. Þessi myndi sýnir hina ýmsu kosti við tölvuleikjaspilun.
Sleepaway Camp er hryllingsmynd frá níunda áratugnum sem fáir hafa heyrt um. Myndin fjallar um frændsystkinin Angelu (Felissa Rose) og Ricky (Jonathan Tierston) sem fara í sumarbúðir. Átta árum áður lenti fjölskylda Angelu í hræðilegu slysi sem varð til þess að hún flutti til frænku sinnar Mörthu (Desiree Gould) og sonar hennar Ricky. Angela er mjög feimin og þögul og er mikið strítt vegna þess; Ricky gerir það sem hann getur til þess að vernda frænku sína. Þegar hver stríðnispúkinn af öðrum lendir í banaslysi beinast spjótin að hinni þöglu Angelu og kjaftfora Ricky. Þegar það færist í aukana skýrast…
Indie Game: The Movie er heimildarmynd um sjálfstætt starfandi leikjaframleiðendur þar sem áhorfandinn fær að kynnast nokkrum frægum leikjahönnuðum sem hafa búið til vinsæla leiki, eins og t.d. Super Meat Boy, FEZ og Braid. Myndin kemur út 12. júní 2012 og er stefnt á nýstárlegan útgáfumáta því hægt verður að streyma myndina beint af netinu eða kaupa háskerpu útgáfu. Myndin hefur fengið m.a. lent á Critics’ Pick-lista The New York Times og hlotið verðlaun fyrir klippingu á Sundance kvikmyndahátíðinni. Hægt er að forpanta myndina fyrir $9,99 á heimasíðu myndarinnar eða á $8,99 á Steam hér. Já lesandi góður, þú last rétt.…
Í gær voru vinningshafar Nordic Game Awards 2012 tilkynntir, en tveir íslenskir leikir voru tilnefndir til verðlauna; The Moogies frá Plain Vanilla sem besti norræni barnaleikurinn (Best Nordic Children’s Game) sem sigraði í sínum flokki, en auk þess var W.I.L.D. frá Mindgames tilnefndur fyrir nýjung í tölvuleik (Best Nordic Innovation Award). Nordic Game Awards er hluti af norrænu Nordic Game leikjaráðstefnunni sem stóð yfir dagana 23.-25. maí. Íslensku fyrirtækin CCP, Fancy Pants Global, Clara, Locatify ásamt Promote Iceland voru með sameiginlegan bás á ráðstefnunni merktum Icelandic Gaming Industry (IGI). Mynd af íslenska básnum á Nordic Game ráðstefnunni (myndina tók Jóhannes Sigurðsson).…