Fréttir1

Birt þann 30. maí, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

BBC birtir óvart merki úr Halo í fréttum

Breska sjónvarpsstöðin BBC hefur beðist afsökunar á því að birta merki úr Halo tölvuleikjunum í stað merkis öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.

Síðastliðinn þriðjudag birti BBC merki United Nations Space Council (UNSC) úr Halo í fréttatímanum News at One, en merkið var sýnilegt á meðan fréttaþulur sagði frá átökunum í Sýrlandi.

Í tilkynningu frá BBC kemur fram að um mistök voru að ræða og biður BBC áhorfendur afsökunar á þessu klúðri.

Heimild: CVG UK

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑