Á kynningarfundi Micorosoft sem haldinn var í gær á tölvuleikja- og leikjatölvusýningu E3 (Electronic Entertainment Expo) sem stendur yfir um þessar mundir kynnti fyrirtækið nýjung fyrir Xbox 360 og Windows-fjölskylduna; Xbox SmartGlass. Xbox SmartGlass tengir saman snjalltæki – Xbox 360, spjaldtölvuna og farsímann – og fær þau til að skipta á upplýsingum sín á milli, notandanum til bóta. Sem dæmi má nefna getur notandinn byrjað að horfa á kvikmynd í spjaldtölvunni sinni og klárað að horfa á hana þar sem frá var horfið í sjónvarpinu þar sem tækin átta sig á því hvað notandinn var að horfa á. Annað dæmi…
Author: Nörd Norðursins
Hin árlega tölvuleikja- og leikjatölvusýning E3 (Electronic Entertainment Expo) stendur yfir um þessar mundir. Eftirfarandi brot úr uppvakningaleiknum Resident Evil 6 var sýnt á Microsoft kynningarfundinum, ZombiU stiklan (fyrir Wii U) á Ubisoft kynningunni og ZombiU sýnishornið á Nintendo kynningunni. Microsoft og Ubisoft kynningarnar fóru fram mánudaginn 4. júní 2012, en Nintendo þann 5. júní. – BÞJ
Hin árlega tölvuleikja- og leikjatölvusýning E3 (Electronic Entertainment Expo) stendur yfir um þessar mundir. Eftirfarandi brot úr Dead Space 3, Medal of Honor Warfighter og Crysis 3 voru sýnd á EA kynningarfundinum sem fór fram mánudaginn 4. júní 2012. – BÞJ
Leikjafyrirækið Ubisoft kom mörgum að óvörum á tölvuleikja- og leikjatölvusýning E3 (Electronic Entertainment Expo) sem stendur yfir um þessar mundir með því að kynna nýjan og æsispennandi stórleik. Leikurinn nefnist Watch Dogs og gerist í heimi þar sem öllu er stjórnað i gegnum tölvur og tæknibúnað. Spilarinn hefur hæfileika til að hakkað sig inn í ýmis tæki á borð við farsíma og umferðarljós og haft þannig áhrif á atburðarás leiksins. Leikurinn á sér stað í opinni borg og má líka við einskonar blöndu af Grand Theft Auto og Deus Ex. Sjón er sögu ríkari! Í fyrra myndbandinu er sögurþráður Watch Dogs…
Hin árlega tölvuleikja- og leikjatölvusýning E3 (Electronic Entertainment Expo) stendur yfir um þessar mundir. Eftirfarandi brot úr Beyond: Two Souls, Far Cry 3 og The Last of Us voru sýnd á Sony kynningarfundinum sem var haldinn mánudaginn 4. júní 2012. – BÞJ
Hin árlega tölvuleikja- og leikjatölvusýning E3 (Electronic Entertainment Expo) stendur yfir um þessar mundir. Eftirfarandi brot úr Tomb Raider og South Park: The Stick of Truth voru sýnd á Microsoft kynningarfundinum en Rayman Legends (fyrir Wii U) á Ubisoft kynningunni. Báðar kynningarnar voru haldnar mánudaginn 4. júní 2012. – BÞJ
Hin árlega tölvuleikja- og leikjatölvusýning E3 (Electronic Entertainment Expo) stendur yfir um þessar mundir. Eftirfarandi brot úr Halo 4, Gears of War Judgement og Splinter Cell Blacklist voru sýnd á Microsoft kynningarfundinum sem fór fram mánudaginn 4. júní 2012. – BÞJ
Alla tíð hefur mér fundist þokan dularfull og jafnvel drungaleg, þrátt fyrir að vita að þetta er náttúrulegt fyrirbæri sem á sér eðlilega skýringu. Hryllingsmyndin The Fog eftir John Carpenter og tölvuleikjaserían frá Konami um smábæinn Silent Hill hafa ekkert nema ýtt undir þann hugsunarhátt hjá mér. Nú er komin ný íslensk skáldsaga, Þoka, eftir Þorstein Mar og er gefin út af Rúnatý. Þetta er hans fyrsta skáldsaga í fullri lengd en í fyrra kom út smásagnasafnið Myrkfælni. Ásamt Þoku kemur út Kall Cthulhu og fleiri hrollvekjandi sögur, þar sem er að finna fimm sögur eftir H.P. Lovecraft, þýddar af…
Frá því að fyrsta stiklan úr Prometheus leit dagsins ljós í desember í fyrra hefur mikil eftirvænting ríkt yfir nýjustu mynd leikstjórans Ridley Scott. Ridley Scott er hvað þekktastur fyrir að leikstýra Alien (1979) og Blade Runner (1982), en Prometheus er óbein forsaga fyrstu Alien myndarinnar. Prometheus, eða Prómeþeifur eins og hún heitir á íslensku, hefur hloti talsverða umfjöllun á Íslandi þar sem að fjölmennt tökulið kom ásamt leikstjóranum og leikurum til landsins síðasta sumar til þess að taka upp fyrir myndina. Spenningurinn fyrir myndinni tengist þó ekki aðeins því að fallega eyjan okkar komi fram í henni, heldur einnig…
Síðastliðna mánuði hefur íslenska leikjafyrirtækið Gogogic verið að vinna að gerð leiksins Godsrule, en fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu í desember í fyrra þar sem kom meðal annars fram að nýi leikurinn væri að einhverju leiti í anda Vikings of Thule. Nú fyrir stuttu fór heimasíða leiksins í loftið – PlayGodsrule.com – þar sem hægt er að horfa á nýja stiklu úr leiknum (sjá neðst í þessari frétt) og skoða nokkur skjáskot. Einnig hefur verið opnað fyrir umsóknir í lokaða beta-útgáfu af leiknum og geta áhugasamir sótt um aðgang á heimasíðu leiksins. Það verður að segjast eins og er að…