Fréttir1

Birt þann 5. júní, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

E3: Microsoft kynnir Xbox SmartGlass

Á kynningarfundi Micorosoft sem haldinn var í gær á tölvuleikja- og leikjatölvusýningu E3 (Electronic Entertainment Expo) sem stendur yfir um þessar mundir kynnti fyrirtækið nýjung fyrir Xbox 360 og Windows-fjölskylduna; Xbox SmartGlass.

Xbox SmartGlass tengir saman snjalltæki – Xbox 360, spjaldtölvuna og farsímann – og fær þau til að skipta á upplýsingum sín á milli, notandanum til bóta. Sem dæmi má nefna getur notandinn byrjað að horfa á kvikmynd í spjaldtölvunni sinni og klárað að horfa á hana þar sem frá var horfið í sjónvarpinu þar sem tækin átta sig á því hvað notandinn var að horfa á. Annað dæmi er að á meðan notandinn er að horfa þætti, eins og Game of Thrones, í sjónvarpinu getur spjaldtölvan eða síminn birt efni sem tengist þáttunum, svo sem korti af heimi Game of Thrones eða upplýsingar um leikara og leikstjóra.

Þessi nýja tækni býður einnig upp á aukna leikjaupplifun. Spilarinn getur til dæmis miðað á valda hluti í Halo 4 og fengið nánari upplýsingar um viðkomandi hlut í spjaldtölvuna eða snjallsímann. Eða spilarinn getur stjórnað uppsetningu liðsins í spjaldtölvunni á meðan hann spilar leikinn í sjónvarpinu. Með Xbox SmartGlass getur þú loksins notað snjallsímann sem fjarstýringu fyrir Xbox tölvuna.

Með Xbox SmartGlass vill Microsoft að Windows, Windows Phone, Apple og Android tæki tali öll saman og efli þannig upplifun notandans. Microsoft vill einnig gera notendum kleift að vafra um netið, en það er möguleiki sem mörgum notendum hefur þótt vanta. Í náinni framtíð verður hægt að vafra um netið í Xbox 360 með aðstoð Internet Explorer (IE) sem mun m.a. styðjast við raddskipanir frá Kinect.

Xbox SmartGlass mun styðjast við næstu útgáfu Microsoft Windows; Windows 8.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑