Fréttir1

Birt þann 6. júní, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Fylgst með þvergöngu Venusar

Nörd Norðursins mætti stundvíslega við Perluna kl. 21:00 í gær, eins og okkar er von og vísa, til að fylgjast með gangi Venusar framfyrir sólu. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness var mætt á svæðið og í óða önn að setja upp og stilla sjónaukana. Fljótlega var farið að selja myrkvagleraugu. Mikill fjöldi myndaðist og um þúsund gleraugu seldust upp á augabragði en skv. Stjörnuskoðunarfélaginu var mun fjölmennara en búist var við (um 1500 manns í lok viðburðarins).

Veðurspáin var ekki góð klukkutímana áður en þvergangan átti sér stað en sem betur fer var hægt að sjá fyrirbærið í stjörnukíki þar sem skýin byrgðu ekki algerlega sýn. Erfiðara var að sjá eitthvað í gegnum myrkvagleraugun, a.m.k. fyrri part kvöldsins. Margir gátu þó séð punktinn þ.e.a.s. Venus ef horft var í gegnum kíki.

Sævar Helgi, formaður félagsins, hélt smá ræðu snemma um kvöldið og nefndi að svona viðburður myndi ekki eiga sér stað aftur fyrr en eftir rúm 100 ár og myndi þá ekki sjást jafn vel frá Íslandi og nú. Hann benti á hve smá Venus og jörðin eru miðað við sólina eins og sjá mátti á þessum viðburði þar sem Venus var lítill punktur sem færðist fyrir sólina.  Venus er í um 40 milljón km. frá jörðu en sólin 150 milljón km.

Athugað var til veðurs um hálf fjögur í nótt en þá var of skýjað til að sjá sólina við upprisu.

Nánari upplýsingar:
Myndir á Flickr
Umfjöllun Stjörnufræðivefsins

 

SLS

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑