Tölvuleikir

Birt þann 5. júní, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

E3: Ubisoft kemur á óvart og kynnir Watch Dogs [SÝNISHORN]

Leikjafyrirækið Ubisoft kom mörgum að óvörum á tölvuleikja- og leikjatölvusýning E3 (Electronic Entertainment Expo) sem stendur yfir um þessar mundir með því að kynna nýjan og æsispennandi stórleik. Leikurinn nefnist Watch Dogs og gerist í heimi þar sem öllu er stjórnað i gegnum tölvur og tæknibúnað. Spilarinn hefur hæfileika til að hakkað sig inn í ýmis tæki á borð við farsíma og umferðarljós og haft þannig áhrif á atburðarás leiksins. Leikurinn á sér stað í opinni borg og má líka við einskonar blöndu af Grand Theft Auto og Deus Ex.

Sjón er sögu ríkari! Í fyrra myndbandinu er sögurþráður Watch Dogs kynntur en það seinna er sýnishorn úr leiknum.

– BÞJ

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑