Myrkrið umkringir mig, ég sé ekki handa minna skil, einungis dimmar útlínur einstakra trjáþyrpinga hér við ströndina. Fyrir aftan mig gjálfrar hafið, glansar af fölri birtu stjarnanna fyrir ofan, föl birtan lýsir upp örþunna ræmu strandlengjunnar. Bara ef föl birtan myndi gera hið sama fyrir þykksvartan landmassann fyrir framan mig, bara ef ég gæti séð betur inn í kolniðamyrkrið sem ég neyðist til að stinga mér í. Dauðastunur uppvakninganna sem ráfa um í stefnulausri leit að bráð er það eina sem gefur til kynna að eitthvað annað en myrkrið sé til. Ég stefni til vinstri, ýlfrandi hafið mér til leiðsagnar.…
Author: Nörd Norðursins
Hinni árlegu tölvuleikjasýningu Electronic Entertainment Expo, betur þekkt sem E3, lauk síðastliðinn fimmtudag. Fyrir ári síðan var DUST 514, nýjasti leikur íslenska leikjafyrirtækisins CCP, kynntur á E3 2011 og fékk góðar viðtökur, en þá var m.a. tilkynnt að leikurinn yrði eingöngu fáanlegur fyrir PlayStation. Það voru viss vonbrigði að ekki var fjallað um leikinn í aðal kynningarfundi Sony, sem fór fram 4. júní, en þar fór fyrirtækið yfir framtíðar uppfærslur og væntanlega leiki fyrir PlayStation tölvurnar. DUST 514 var þó með sinn eigin bás á staðnum þar sem starfsmenn CCP kynntu leikinn fyrir fjölmiðlum og öðrum sýningargestum. NÝ STIKLA…
Á kynningarfundi Sony sem var haldinn í síðustu viku á tölvuleikja- og leikjatölvusýningu E3 (Electronic Entertainment Expo) sem stóð yfir 5.-7. júní tilkynnti fyrirtækið að klassískir leikir fyrir upprunalegu PlayStation (PS) leikjatölvuna væru væntanlegir fyrir PlayStation Vita. Fyrsta PS leikatölvan kom á markaðinn 1994 og naut mikillar velgengni. Gran Turismo, Final Fantasy VII-IX, Rayman, Tomb Raider, fyrstu Resident Evil leikirnir voru meðal þeirra leikja sem nutu mikilla vinsælda í PS. Það mun því ekki skorta góða titla til að velja á milli. Sony tilkynnti einnig að fleiri smáforrit væru væntanleg fyrir Vita, þar á meðal YouTube, Crackle, Hulu Plus. Sony…
Eftirfarandi sýnishorn úr Tomb Raider, Aliens: Colonial Marines, God of War: Ascension og Call of Duty: Black Ops 2 voru sýnd á tölvuleikjasýningunni E3 2012 sem var haldin í Los Angeles 5.-7. júní síðastliðinn. – BÞJ
Saga íslenskrar kvikmyndagerðar er ekki beint full af sigrum og alþjóðlegri velgengni. Að undanskyldum handfylli kvikmynda eru þær íslensku yfirleitt of súrar fyrir eigin markhóp, sjálfan Íslendinginn. Þær geta verið langdregnar, með húmor sem aðeins nokkrir kunna að meta, sorglegar en samt innantómar og ótrúverðugar sökum formlegrar notkunar á tungumálinu. Margir gullmolar leynast hins vegar í íslenskri kvikmyndagerð og eru að mestu lausir við týpíska galla. Reykjavík Whale Watching Massacre í leikstjórn Júlíusar Kemp (Blossi, Veggfóður) er dæmi um mynd sem hefði átt að komast í þann hóp en tókst það á endanum ekki. Þó að íslenskar myndir eiga það…
Evrópumótið í knattspyrnu 2012 hefst í Póllandi og Úkraínu þar sem sterkustu fótboltalið Evrópu munu keppast um sigursætið. Að því tilefni viljum við minna knattspyrnumenn á að sýna smá metnað og fagna sínum mörkum eins og fagmenn – í raun ættu mörkin að vera dæmd ógild ef regnaboga-geisla er ekki skotið úr augunum strax þar á eftir eða risaeðla rotuð í einu höggi! Hér eru nokkur góð dæmi um hvernig skal fagna marki. – BÞJ
Tölvuleikjasýningin E3 2012 lauk fyrir stuttu, en hún fór fram í Los Angeles 5.-7. júní. Eftirfarandi sýnishorn voru sýnd á kynningarfundi Nintendo á E3, sem fór fram þriðjudaginn 5. júní. – BÞJ
Nýjasti Assassin’s Creed leikurinn, Assassin’s Creed III, var áberandi á E3 leikjasýningunni sem var haldin 5.-7. júní 2012. Við tókum saman þrú sýnishorn úr leiknum sem sýnd voru á sýningunni; það fyrsta er 3 mínútna stikla úr leiknum, annað myndbandið sýnir hefðbundna spilun og það þriðja kynnir skipasiglingar og veðurkerfi leiksins. – BÞJ
Nörd Norðursins mætti stundvíslega við Perluna kl. 21:00 í gær, eins og okkar er von og vísa, til að fylgjast með gangi Venusar framfyrir sólu. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness var mætt á svæðið og í óða önn að setja upp og stilla sjónaukana. Fljótlega var farið að selja myrkvagleraugu. Mikill fjöldi myndaðist og um þúsund gleraugu seldust upp á augabragði en skv. Stjörnuskoðunarfélaginu var mun fjölmennara en búist var við (um 1500 manns í lok viðburðarins). Veðurspáin var ekki góð klukkutímana áður en þvergangan átti sér stað en sem betur fer var hægt að sjá fyrirbærið í stjörnukíki þar sem skýin byrgðu…
Á kynningarfundi Microsoft sem haldinn var í gær á tölvuleikja- og leikjatölvusýningu E3 (Electronic Entertainment Expo) sem stendur yfir um þessar mundir kynnti fyrirtækið væntanlegan afþreyingarpakka fyrir Xbox 360. Á komandi mánuðum stefnir Microsoft að því að tvöfalda fáanlegt afþreyingarefni á leikjatölvuna Xbox 360. Um er að ræða mikla fjölgun á kvikmyndum og þáttum, en Microsoft kynnti nýtt samstarf við Nickelodeon, Paramount Movies, Machinima, UVideos og fleiri fyrirtæki. Einnig verður hægt að horfa á leiki í NBA, UFC, NHL deildunum og auk þess verður samstarfið við íþróttarsjónvarpsstöðina ESPN eflt. Auk kvikmynda, þátta og sjónvarpsefnis sem mun styðjast við Xbox SmartGlass…