Fréttir1

Birt þann 12. júní, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

E3: Final Fantasy VII og afþreyingarefni væntanlegt fyrir Vita

Á kynningarfundi Sony sem var haldinn í síðustu viku á tölvuleikja- og leikjatölvusýningu E3 (Electronic Entertainment Expo) sem stóð yfir 5.-7. júní tilkynnti fyrirtækið að klassískir leikir fyrir upprunalegu PlayStation (PS) leikjatölvuna væru væntanlegir fyrir PlayStation Vita.

Fyrsta PS  leikatölvan kom á markaðinn 1994 og naut mikillar velgengni. Gran Turismo, Final Fantasy VII-IX, Rayman, Tomb Raider, fyrstu Resident Evil leikirnir voru meðal þeirra leikja sem nutu mikilla vinsælda í PS. Það mun því ekki skorta góða titla til að velja á milli.

Sony tilkynnti einnig að fleiri smáforrit væru væntanleg fyrir Vita, þar á meðal YouTube, Crackle, Hulu Plus. Sony býður notendum einnig upp á að hlusta á tónlist í gegnum Music Unlimited þar sem hægt er að velja á milli 15 milljónum laga, sem er gífurlega mikill fjöldi en samt sem áður helmingi færri en Microsoft tilkynnti að yrði fáanleg í gegnum Xbox Music.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑