Sumar kvikmyndir hafa þau áhrif á okkur að þær breyta sýn okkar á þeim möguleikum sem vissar kvikmyndagreinar hafa upp á að bjóða. Eftir að hafa horft á endalausar klisjur í hryllingsmyndum getur verið hressandi að sjá myndir sem reyna að fara ótroðnar slóðir og vinna með formið á nýja vegu. Þó að ég hafi gaman af myndum sem spila eftir reglum ákveðinnar kvikmyndagreinar þá eru bestu myndirnar yfirleitt þær sem láta hefðir ekki hamla sér frá því að skapa einstaka upplifun. Kvikmyndin fær þá að njóta sín frekar sem listaverk heldur en afþreying. Ég kann að meta góðar hryllingsmyndir,…
Author: Nörd Norðursins
Activision hefur kynnt nýjan leik sem er byggður á hrollvekju sjónvarpsþáttunum The Walking Dead. Nú þegar er til útgáfa af leik sem byggður er á myndasögublöðunum og er leikurinn í formi sögu þar sem að spilarinn er ekki við stjórnartaumana allan tímann, sá leikur ber sama nafn og er gerður af Telltale Games, en útgáfa Activision verður fyrstu persónu skotleikur. Leikurinn verður framleiddur af Terminal Reality sem þekktir eru fyrir að framleiða leiki á borð við Ghostbusters: The Video Game og Monster Truck Madness. Leikurinn mun koma í verslanir á næsta ári fyrir Xbox 360, PlayStation 3 og PC. …
Eigið góða helgi, nördar nær og fjær! Game of Thrones (2. sería) RPG Skyrim í raunveruleikanum! Veðurspáin fyrir helgina… Vísindi mæta My Little Pony!
Leikurinn Quantum Conundrum er fyrstu persónu þrautaleikur sem fer ótroðnar slóðir. Hann er framleiddur af Airtight Games og gefinn út af Square Enix en var hannaður af Kim Swift, sem eins og margir vita er einn aðalhöfunda þrautaleiksins Portal. Karakter spilarans er tólf ára frændi snarklikkaða en fluggáfaða vísindamannsins Professor Fitz Quadwrangle og fjallar leikurinn um heimsókn drengsins til frænda síns, sem verður fljótt áhugaverð. Í byrjun leiksins verður sprenging og hinir skrýtnustu hlutir fara að gerast í stórsetri Fitz. Húsgögn og allt lauslegt fer að fljóta og hreyfast um herbergin. Eftir stutta stund heyrist í vísindamanninum í gegnum einskonar…
London Film & Comic-Con 2012 fór fram 6.-8. júlí 2012 og var Nörd Norðursins á staðnum. Gillian Anderson, Hayden Panettiere, Jeri Ryan, Adam Baldwin, Holly Marie Combs og Tom Skerritt ásamt leikurum úr Star Wars og Game of Thrones voru meðal þeirra þekktu andlita sem sáust á hátíðinni. Fjöldi gesta mætti í glæsilegum búningum (cosplay) og var fullur salur af fjölbreyttum básum sem veittu nördum úrval af ýmiskonar varningi. Hér eru myndirnar sem við tókum, en á næstu dögum munum við birta ítarlegri umfjöllun um hátíðina! – BÞJ
Stærsta LAN-mót landsins, HR-ingurinn, verður haldið 10.-12. ágúst 2012 í Háskólanum í Reykjavík. Tvíund, félag tölvunarfræði-, stærðfræði- og hugbúnaðarverkfræðinema við Háskólann í Reykjavík, stendur fyrir mótinu þar sem keppt verður í League of Legends, StarCraft II og Counter Strike 1.6 og Counter Strike: Source. Verðlaun verða veitt fyrir sigurlið í öllum keppnum en liðin sem keppa í League of Legends þurfa að borga sérstakt 5.000 kr. skráningargjald sem rennur óskipt í verðlaunapott. Samkvæmt upplýsingum eSports.is verða á staðnum Team Fortress 2 og Minecraft netþjónar og það er ekki útilokað að það verði jafnvel enn fleiri netþjónar. Skráning stendur yfir á www.HRingurinn.net og lýkur…
Gleðilegan föstudag kæru nördar! Heimsyfirráð vélmenna er í nánd! Dubstep vélmenni Hundur syngur þemalag Leðurblökumannsins Borgarstjóri SimCity safnar atkvæðum Upphafsatriði The Simpsons í Minecraft!
Skráning er hafin í Nexus á forkynningarmót fyrir Magic 2013, nýjustu seríuna í Magic the Gathering sem er eitt elsta og vinsælasta safnkortaspilið í dag. Mótið verður haldið sunnudaginn 8. júlí kl. 11:00 í spilasal Hugleikjafélag Reykjavíkur og er aðgangseyrir 4.500 kr. og fylgja sex Magic 2013 pakkar með. Skráningu lýkur næstkomandi sunnudag kl. 11:45 og mun fyrsta umferðin í mótin byrja u.þ.b. hálftíma síðar. Reglur mótsins eru útskýrðar á eftirfarandi hátt á spjallborði íslenskra Magic-spilara: Þátttakendur fá 40 mínútur til að setja saman spilastokk úr spilum sínum og síðan eru spilaðar 4-5 umferðir. Efstu átta eftir það, spila útslátt þar til…
Í dag á þjóðhátíðardegi Bandaríkjamanna hafa evrópskir vísindamenn hjá CERN stofnunni skotið þeim bandarísku ref fyrir rass og tilkynnt mögulega uppgötvun Higgs eindarinnar eða „Higgs Boson“. Eðlisfræðingurinn Peter Higgs (og fleiri) spáði um tilveru þessarar eindar fyrir um 50 árum og þrátt fyrir að vísindamenn væru nokkuð vissir um tilveru hennar út frá öðrum þáttum, hefur hún ekki fundist fyrr en núna. Fundist er kannski ekki alveg rétta orðið; eindin hefur alla eiginleikasem Higgs eind á að hafa en vísindamenn munu staðfesta það endanlega síðar. Það má líkja þessu við að þeir hafi séð skugga risaeðlu og fótspor en ekki risaeðluna…
Evrópuþingið hefur fellt hið umdeilda ACTA samkomulag með afgerandi hætti með 478 atkvæðum gegn 39 en 165 greiddu ekki atkvæði. Gagnrýnendur ACTA hafa fyrst og fremst bent á að samkomulagið ver höfundarrétt á kostnað málfrelsis og auk þess sé þetta ekki góð leið til að tækla sjóræningja á netinu. Stór hluti þeirra sem eru á móti ACTA báru skilti við atkvæðagreiðsluna þar sem stóð stórum stöfum; „Hello democracy. Goodbye ACTA“. Evrópuþingsmaðurinn David Martin segir að dagurinn í dag (4. júlí) sé sögulegur dagur í evrópskri pólitík þar sem niðurstaða Evrópuþingsins þýði að ekkert af 22 löndum Evrópusambandsins geti…