Myndlistasýningin Svarthvítur nördismi var opnuð á þriðjudaginn síðastliðinn í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs. Á sýningunni eru svarthvítar pennateikningar eftir Björgvin Birkir Björgvinsson til sýnis og er viðfangsefni myndanna að mestu sótt úr teiknimyndum og tölvuleikjum. Hér eru nokkrar myndir sem Björgvin tók frá opnunardegi sýningarinnar, en hún verður opin öllum áhugasömum næstu vikur í Molanum. Forsíðumynd: Molinn. – BÞJ
Author: Nörd Norðursins
Headcrap fetar í fótspor Michigan J. Frog 1.500 Facebook notendur mæta í afmælisveislu! GIF-mynda tónlistarveisla #2 Slow-motion er snilld! Sönnunargagn A: KLINGON STYLE! (Ekki gleyma að ýta á CC til að sjá þýðinguna!)
Íslandsmót á vegum Skífunnar, Kringlunnar og Senu í fótboltaleiknum FIFA 13 var haldið í dag, 27. september 2012, í Kringlunni. Nörd Norðursins mætti á svæðið fyrr í dag og smellti af nokkrum myndum. – BÞJ
Hvað ef Star Wars væri anime? Netverji sem kýs að kalla sig otaking77077 hefur gert Star Wars myndband í anime-stíl, en hann vill þó taka það fram að myndbandið er ekki fullklárað og enn í vinnslu. Upphaflega áttu fáir að hafa aðgang að myndbandinu á meðan það væri enn í vinnslu, en um leið og upplýsingar um það komust á Twitter og Reddit hefur það farið sem eldur í sinu um netheima. Það verður að segjast að þetta brot lítur ótrúlega vel út og væri gaman að sjá meira af Star Wars í þessum stíl í framtíðinni. Heimild: YouTube -…
Íslenska Xbox Samfélagið, eða ÍXS, mun halda Halo 4 LAN helgina 9.-11. nóvember 2012 í VIP sal á Ground Zero. Takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst á LAN-ið, en hægt er að skrá sig til leiks á heimasíðu ÍXS; www.Xbox360.is. Halo skotleikirnir hafa notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina meðal Xbox 360 spilara, en leikirnir eru eingöngu fáanlegir á Xbox 360. Nýjasti Halo leikurinn, Halo 4, kemur í verslanir þriðjudaginn 6. nóvember og er þar af leiðandi nýkominn í verslanir þegar LAN-ið hefst. LAN-ið byrjar kl. 15:00 föstudaginn 9. nóvember og lýkur kl. 12:00 sunnudaginn 11. nóvember. Aðstaða er fyrir 16 manns,…
Gangnam Style kvikmyndaveisla Deadpool mætir Gangnam Style Valve fær gjöf frá WETA Workshop Nýjasta stiklan úr The Hobbit!
Undanfarin ár hefur Gamestöðin haldið hefðbundin FIFA mót í tengslum við útgáfu FIFA fótboltaleikjanna. Gamestöðin hefur ákveðið að breyta til að þessu sinni og mun halda Íslandsmeistarmót í svokölluðu FIFA Unplugged. Í FIFA Unplugged mótinu verður keppt í fótboltaspili (foosball) og verður keppt í tveimur flokkum; einstaklingskeppni og tvímenningskeppni. Mótið verður haldið í Gamestöðinni Kringlunni og hefst kl. 17:00 og stendur til 21:00 miðvikudaginn 26. september. Skráning fer fram í Gamestöðinni Kringlunni og er fjöldi vinninga í boði. Tekið skal fram að einungis þeir sem hafa forpantað leikinn geta skráð sig í mótið. – BÞJ
Þeir Game Tíví bræður, Ólafur Þór og Sverrir Bergmann, hafa fært sig yfir á Popptíví og Stöð 2 og hefst fyrsti þátturinn í elleftu seríu af þessum vinsæla tölvuleikjaþætti í kvöld klukkan 19:50 á Popptíví. Þættirnir voru síðast sýndir á Skjá Einum en þar fjölluðu þeir Ólafur og Sverrir um nýjustu leikina að hverju sinni, væntanlega leiki ásamt því að slá á létta strengi af og til með áskorunum, keppnum og getraunum. Í þessum fyrsta þætti verða leikirnir Sleeping Dogs og Darksiders 2 gagnrýndir, þeir skoða 7D bíóið í Skemmtigarðinum, spila leik á iPad, birta topplista yfir 5 verstu ofurhetjuleiki allra tíma og skoða leikina…
Starfsmenn British Museum fundu fyrir tilviljun litkvikmynd frá árinu 1902 – elstu litkvikmynd í heimi. Sérstakir litasíur voru notaðar til að taka myndina upp og þurfti safnið að hafa töluvert fyrir því að endurgera filmun og tæknina til að sjá útkomuna. Í myndbandinu hér fyrir neðan segja starfsmenn safnsins okkur frá þessari litkvikmynd og útskýra hvaða aðferðir voru notaðar við endurgerðina, auk þess sem sýnd eru valin myndbrot úr umræddri litkvikmynd. Heimild: Laughing Squid – BÞJ
Hér eru nokkur skemmtileg dæmi um hvernig tæknibrellur eru notaðar í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones. – BÞJ