Fréttir1

Birt þann 20. september, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Gamestöðin heldur Íslandsmeistaramót í FIFA Unplugged

Undanfarin ár hefur Gamestöðin haldið hefðbundin FIFA mót í tengslum við útgáfu FIFA fótboltaleikjanna. Gamestöðin hefur ákveðið að breyta til að þessu sinni og mun halda Íslandsmeistarmót í svokölluðu FIFA Unplugged.

Í FIFA Unplugged mótinu verður keppt í fótboltaspili (foosball) og verður keppt í tveimur flokkum; einstaklingskeppni og tvímenningskeppni. Mótið verður haldið í Gamestöðinni Kringlunni og hefst kl. 17:00 og stendur til 21:00 miðvikudaginn 26. september.

Skráning fer fram í Gamestöðinni Kringlunni og er fjöldi vinninga í boði. Tekið skal fram að einungis þeir sem hafa forpantað leikinn geta skráð sig í mótið.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑