Fréttir1

Birt þann 22. september, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

ÍXS heldur Halo 4 LAN í nóvember

Íslenska Xbox Samfélagið, eða ÍXS, mun halda Halo 4 LAN helgina 9.-11. nóvember 2012 í VIP sal á  Ground Zero. Takmarkaður fjöldi þátttakenda kemst á LAN-ið, en hægt er að skrá sig til leiks á heimasíðu ÍXS; www.Xbox360.is.

Halo skotleikirnir hafa notið mikilla vinsælda í gegnum tíðina meðal Xbox 360 spilara, en leikirnir eru eingöngu fáanlegir á Xbox 360. Nýjasti Halo leikurinn, Halo 4, kemur í verslanir þriðjudaginn 6. nóvember og er þar af leiðandi nýkominn í verslanir þegar LAN-ið hefst.

LAN-ið byrjar kl. 15:00 föstudaginn 9. nóvember og lýkur kl. 12:00 sunnudaginn 11. nóvember. Aðstaða er fyrir 16 manns, en fleiri geta þó skráð sig til leiks gegn því að mæta með sinn eigin skjá (og mögulega stól). Salurinn verður lokaður og verður starfsmaður á staðnum til að aðstoða og sjá um veitingasölu.

Þátttökugjaldið verður á bilinu 5.000 til 8.500 kr, eftir því hve margir munu skrá sig. Þeir sem kaupa Halo 4 í gegnum hóppöntun á vegum Xbox360.is hafa forgang á LAN-ið.

Nánari upplýsingar um skráningu og LAN-ið sjálft fást á þessum þræði á spjallborði ÍXS.

– BÞJ

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑