Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Ég er mikill áhugamaður um hamfaramyndir og ein mynd sem ég bíð í ofvæni eftir er nýjasta mynd leikstjórans Marc Forster, World War Z, sem frumsýnd verður á næsta ári. Forster á að baki margar áhugaverðar myndir en þó misgóðar eins og  Monster´s Ball, Finding Neverland, The Kite Runner og Bond myndina, Quantum of Solace. World War Z gerist eins og svo margar hamfaramyndir í stórborg og að sjálfsögðu í New York. Allt frá því að stóra górillan olli usla í borginni í myndinni King Kong (1933) þá hefur Hollywood verið upptekið af því að eyðileggja stóra eplið sem aldrei…

Lesa meira

Dawn of the Dead er uppvakningamynd frá árinu 1978 eftir George A. Romero, leikstjóra með meiru. Dawn of the Dead er önnur Dead-mynd Romeros, en Dead-myndirnar eru orðnar sex samtals í dag og er sú nýjasta Survival of the Dead frá 2010. Margir telja þessa margumtöluðu költmynd vera eina af betri uppvakningamyndum allra tíma. Til gamans má geta að þá hófu Svartir sunnudagar göngu sína í Bíó Paradís í byrjun nóvember og var Dawn of the Dead fyrsta myndin í þeirri költ-syrpu. Áður en myndin hófst kynnti Sjón niðurstöður sínar úr „óformlegri rannsókn“ sem hann gerði fyrir sýninguna, en þar tók…

Lesa meira

FIFA fótboltaleikjaserían er löngu bún að næla sér í þann gæðastimpil sem flesta leikjaútgefendur dreymir um, auk þess sem FIFA leikjasamfélagið er orðið ótrúlega öflugt. Líkt og margir aðrir íþróttaleikir reynir FIFA að bjóða upp á eins raunverulega íþróttaupplifun og hægt er. Við hjá Nörd Norðursins gáfum fyrri leiknum, FIFA 12, 8,8 í lokaeinkunn, og þá er það spurningin hvort nýi leikurinn nær að toppa þann eldri eða ekki. Raunverulegri spilun Það er áberandi munur hvernig leikmenn hreyfa sig og meðhöndla boltann í FIFA 13. Boltinn er mun sjálfstæðari en í FIFA 12, þar sem hann átti það til að…

Lesa meira

Við bregðum útaf vananum að þessu sinni í Föstudagssyrpunni og birtum nokkrar valdar stiklur úr væntanlegum kvikmyndum og tölvuleikjum. Góða skemmtun, og góða helgi! KVIKMYNDIR: JOHN DIES AT THE END WORLD WAR Z HITCHCOCK TÖLVULEIKIR: PS ALL-STARS BATTLE ROYALE CALL OF DUTY: BLACK OPS 2 NEW SUPER MARIO BROS. U ZOMBIU HAWKEN

Lesa meira

Síðar í þessum mánuði mun ný leikjatölva frá tölvuleikja- og leikjatölvurisanum Nintendo koma á markaðinn. Nýja tölvan ber heitið Wii U og var upphaflega kynnt af Nintendo á E3 sýningunni í fyrra. Wii U kemur út í Norður-Ameríku 18. nóvember, þar á eftir í Evrópu og Ástralíu þann 30. nóvember og loks 8. desember í Japan. Í gær sendi Nintendo frá sér þetta skemmtilega og mjög svo yfirvegaða myndband þar sem Satoru Iwata, forstjóri Nintendo, opnar Wii U Premium pakkann, en pakkinn inniheldur Wii U leikjavél, Wii U leikjafjarstýringu auk snúra og annarra aukahluta. – BÞJ

Lesa meira

Talið er að um 90% Bandarískra kvikmynda frá árunum 1894 til 1930 séu glataðar (Dace Kehr, „Film Riches, Cleaned Up for Posterity“, The New York Times). Má gera ráð fyrir því að svipuð tala gildi í öðrum heimshlutum. Ástæðan fyrir þessu má rekja til þess að upprunalegar filmur innihéldu nítrat sem er mjög eldfimt og eldsvoðar eyðilögðu margar kvikmyndir. Einnig var tilhneigingin sú á árdögum kvikmyndanna að eyða filmum eftir að búið var að sýna þær því það þótti ekki þörf á því að varðveita þær. Eftir 1930 kom ný filma sem ekki var eins eldfim og forverinn og því…

Lesa meira

Hvað næst? Kærleiksbirnirnir? Þegar Blizzard tilkynnti viðbótina Mists of Pandaria voru margir ekki ánægðir. Áherslan var ekki lengur á hluti eins hamfarir og vonda kalla heldur akuryrkju, gæludýraslagi og Kung Fu pöndur. Hvað í helv..!? Við það ákvaðu margir að gefast upp á World of Warcraft. Þetta væri orðið of barnalegt og það á meðan keppinautarnir gerðu flottari og svalari leiki. En Blizzard vita hvað þeir eru að gera enda reyndir í bransanum. Þetta sýna nýlegar sölutölur sem hafa skv. Blizzard ýtt fjölda áskrifenda aftur yfir 10 milljónir (en varðandi sölutölur þá er sumt enn óljóst, t.d. fengum við að…

Lesa meira

Á dögunum ákvað George Lucas að selja Lucasfilm til Disney-fyrirtækisins. Þessi ákvörðun hefur eflaust komið mörgum á óvart og þá sérstaklega sú ákvörðun Disney að framleiða aðra Star Wars mynd sem á að frumsýna árið 2015. Hægt er að velta því fyrir sér hvaða stefna verður tekin í þeirri mynd en eitt er þó víst að áhrifamáttur fyrstu Star Wars myndanna er óumdeilanlegur og verður ekki leikið eftir. Það eru margir þarna úti sem hafa aldrei séð Star Wars myndirnar (eða geim-sápuóperu George Lucas), þó vita flestir eitthvað um myndirnar; þekkja Svarthöfða eða kannast við upphafsstefið, sem kvikmyndatónskáldið John Williams…

Lesa meira

Saga eftirlifenda: Heljarþröm eftir Emil Hjörvar Petersen er komin út, en um er að ræða annað bindið í stórbrotnu og spennandi frumkvöðlaverki. Í bókinni er sagt frá ásum sem lifðu af Ragnarök og baráttu þeirra við að ná tökum á heiminum á ný. Í fréttatilkynningu sem útgáfufélagið Nykur sendi frá sér í dag kemur meðal annars fram að: Í Heljarþröm tvinnast saman goðsagnir, mannkynssaga og samtíminn svo að úr verður þétt og stórskemmtileg atburðarás: Vakning Terrakotta-hersins, váleg Eyðilönd árið 2310, íslenskur tröllaættbálkur, loftskipabardagar og margt fleira. Við mótun nýrrar heimsmyndar vakna upp hugleiðingar um fjölmenningu, trúarbrögð, örlög, orsök og afleiðingu og…

Lesa meira

Svartir sunnudagar byrja í Bíó Paradís í kvöld. Á bakvið þennan klassíska hóp standa þeir Hugleikur Dagsson, Sigurjón Kjartansson og Sigurður Sigurðsson (Sjón). Ein besta uppvakningamynd allra tíma, Dawn of the Dead frá árinu 1978, verður sýnd kl. 20:00 í kvöld. Á Facebook-síðu Svörtu sunnudaga segir: Þeir Hugleikur Dagsson og Sigurjónarnir tveir, Kjartansson og Sigurðsson (Sjón) hafa stofnað cult og klassík hópinn Svarta sunnudaga, sem mun standa fyrir vikulegum kvikmyndasýningum í Bíó Paradís á sunnudagskvöldum í vetur. Fyrir þeim félögum vakir að auðga bíómenningu borgarinnar og njóta lífsgæðanna sem felast í því að klassískar cult myndir séu sýndar í reykvískum…

Lesa meira