Tækni

Birt þann 8. nóvember, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Satoru Iwata opnar Wii U Premium pakkann

Síðar í þessum mánuði mun ný leikjatölva frá tölvuleikja- og leikjatölvurisanum Nintendo koma á markaðinn. Nýja tölvan ber heitið Wii U og var upphaflega kynnt af Nintendo á E3 sýningunni í fyrra. Wii U kemur út í Norður-Ameríku 18. nóvember, þar á eftir í Evrópu og Ástralíu þann 30. nóvember og loks 8. desember í Japan.

Í gær sendi Nintendo frá sér þetta skemmtilega og mjög svo yfirvegaða myndband þar sem Satoru Iwata, forstjóri Nintendo, opnar Wii U Premium pakkann, en pakkinn inniheldur Wii U leikjavél, Wii U leikjafjarstýringu auk snúra og annarra aukahluta.

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑