Author: Nörd Norðursins

Birt af ritstjórn

Svartir Sunnudagar ætla að sína jólamyndina Santa Claus Conquers the Martians, eina af verstu kvikmyndum allra tíma, annan í jólum kl. 20:00 í Bíó Paradís. Á heimasíðu Bíó Paradísar er myndinni lýst svona: Hvað er til ráða þegar börnin á Mars eru orðin of köntuð og leiðinleg af vélrænu uppeldi og aga? Jú, þá er best að fara til jarðarinnar og ræna jólasveininum. Og svo það sé öruggt að það sé alvöru jólasveinninn sem er fluttur með valdi til plánetunnar rauðu er tveimur jarðarbörnum rænt  í leiðinni og tekin með. Þar hefst leikfangaframleiðsla sem er ógnað af gleðispillinum Voldar sem gerir allt…

Lesa meira

Call of Duty: Black Ops II leikjagagnrýnin er fyrsta vídjógagnrýni Nörd Norðursins. Hingað til höfum við eingöngu birt gagnrýni í textaformi á heimasíðu okkar, en nú höfum við ákveðið að bregða útaf vananum og prófa eitthvað nýtt. Við hvetjum svo lesendur til að láta í sér heyra og segja hvernig þeim líst á þessa breytingu. Við þetta má bæta að það tekur ekki nema um sjö klukkutíma að klára sögurþráð leiksins, sem er orðið nokkuð algeng lengd á söguþráðum í fyrstu persónu skotleikjum. Í leiknum þarf spilarinn að taka ákvarðanir sem hafa áhrif á hvernig leikurinn endar sem eykur líftíma…

Lesa meira

Það eru eflaust flestir byrjaðir að skreyta eitthvað heima hjá sér fyrir jólin. Þetta helsta skraut er rifið úr kössum; jólaseríur, jólastyttur, jólagluggatjöld, jóla þetta og jóla hitt. Það er þó alltaf gaman að breyta út af vananum og koma með nýjar skreytingar sem eru meira í takt við áhugamálið sitt og nördismann. Hér eru nokkrar nördalegar jólaskreytingar sem gætu gefið ykkur innblástur til þess að hefjast handa við að skreyta heima hjá ykkur. Allt skreytingar sem vekja athygli gesta og eru skemmtilegar og öðruvísi. 1. Boba Fett með Han Solo innpakkaðan. Gleðileg jól Svarthöfði! Tilvalið að taka Star…

Lesa meira

Svartir sunnudagar í Bíó Paradís munu næst bjóða uppá hina undarlegu japönsku fantasíu hrollvekju, House, frá árinu 1977. House, eða Hausu eins og hún heitir uppá japönsku, var upphaflega framleidd sem einhverskonar svar Japana við Jaws en leikstjórinn, Nobuhiko Obayashi, fékk að mati framleiðendanna aðeins of frjálsar hendur og úr varð einhver sérstakasta hrollvekja sem sést hefur á hvíta tjaldinu. Andsetið hús, japanskar skólastúlkur og hvítur angóra köttur sem reynist vera djöfullinn sjálfur sameinast í House, sem hefur í gegnum árin skipað sér á bekk meðal helstu cult mynda og er í dag mærð meðal hrollvekju aðdáenda um allan heim.…

Lesa meira

Næstum mennsk er ný íslensk myndasaga eftir Ísold Ellingsen Davíðsdóttur, 22 ára uppeldisfræðinema. Ísold segir að myndasagan sé mjög barnvæn, en henti þó yngri sem eldri lesendum. Næstum mennsk inniheldur 90 bls, er gefin út í lit og fæst í helstu bókabúðum, nördaverslunum og hjá útgefanda; Aparass Comix. Aparass Comix sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu í tilefni útgáfunnar; Toji er útvalinn Ninja lærlingur frá Japan, sem spáð hefur verið að muni stöðva heimsendi. Píla og Snúður (ekki þeirra raunverulegu nöfn) eru geimverur af heimilislausu eðlukyni, sem sjá jörðina sem mögulegan framtíðardvalarstað. Míó er nýfallinn engill í tilvistarkreppu. Gúrka er varúlfur sem ólst upp í…

Lesa meira

Laugarásbíó uppfærði sýningarvélar sínar nýlega til þess að geta sýnt kvikmyndir sem eru teknar upp á 48 römmum á sekúndu. Flest kvikmyndahús nota vélar sem birta helmingi færri ramma, eða 24 ramma á sekúndu, sem hefur uppfyllt kröfur flestra kvikmynda til þessa. Þessi fyrirsögn hefði líklega ekki þótt ýkja merkileg fyrir nokkrum mánuðum síðan þar sem lang flestar kvikmyndir eru teknar upp á 24 römmum á sekúndu, en í desember verður stórmyndin The Hobbit sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum og er myndin sú fyrsta til að vera tekin upp á 48 römmum á sekúndu. Laugarásbíó er því eina kvikmyndahúsið á Íslandi…

Lesa meira

Næstu tvö kvöld og nætur nær loftsteinadrífan Geminítar hámarki og gera ráð fyrir fjölda sýnilegra stjörnuhrapa sem stefna frá Tvíburamerkinu (Gemini á latínu). Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og Stjörnufræðivefurinn hafa verið með puttann á púlsinum og sendu frá sér tilkynningu þess efnis þriðjudaginn 11. desember: Á fimmtudagskvöldið og aðfaranótt föstudagsins nær loftsteinadrífan Geminítar hámarki. Geislapunkturinn er rétt hjá stjörnunni Kastor í Tvíburunum sem nefnast Gemini á latínu. Tvíburamerkið er á austurhimni í kringum miðnætti. Núna í ár eru skilyrð hagstæð til þess að skoða geminítana því það er engin truflun af tungli. Ef veðurskilyrði eru góð má búast við nokkrum tugum…

Lesa meira

Undanfarið hef ég verið að lesa gömlu Stephen King bækurnar aftur til að sjá hvort „eldri ég“ hafi eins gaman af þeim og „yngri ég“. Hingað til hef ég fjallað um The Talisman og Carrie en nú er komið að Salem’s Lot – óði Stephen King til hins klassíska Drakúla. Eflaust hafa verið talsverðar væntingar til þessarar bókar eftir velgengni Carrie en Stephen King sýnir mikið sjálfsöryggi með því að taka sinn tíma í að byggja söguna upp og við erum komin vel inn í söguna þegar sjálf aðalvampíran Barlow birtist (ég elska þetta nafn, það passar vel við vampíru).…

Lesa meira

Sinfóníuhljómsveit Íslands mun spila tölvuleikjatónlist úr EVE Online í Hörpu á Fanfest 2013. Íslenska leikjafyrirtækið CCP tilkynnti þetta í hádeginu í dag, en tilefni tónleikanna er 10 ára afmæli leiksins. Sinfóníuhljómsveit Íslands er sífellt að fá fleiri stig frá okkur nördunum, en hljómsveitin hefur nú þegar haldið Lord of the Rings tónleika og Star Wars tónleika fyrir skemmstu. EVE Online tónleikarnir verða fyrstu alvöru tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar sem tengjast tölvuleik með svo beinum hætti, en til gamans má geta að þá var skorað var á hljómsveitina fyrr á árinu til að halda tölvuleikjatónleika. Miðasala er nú þegar hafin og er að kaupa miða…

Lesa meira