Bíó og TV

Birt þann 18. desember, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Ritskoðun í Hollywood

Kvikmyndir hafa frá upphafi mátt sæta einhversskonar ritskoðun, hvergi hefur þó áherslan á ritskoðun verið meiri en í Bandaríkjunum. Allt frá því að kinetoscope kassarnir voru settir upp víðsvegar um landið og fram að því að fyrstu kvikmyndasýningarnar með sýningarvélum hófust þá var kvikmyndin iðulega undir einhversskonar eftirliti eða gagnrýnd fyrir að spilla hugum almennings. Fyrstu tvo áratugina var hvert og eitt fylki í Bandaríkjunum með sýnar reglur um hvað mætti sýna og hvað ekki í kvikmyndum. Þetta flækti dreifingarferli kvikmynda því sumar myndir mátti sýna í einu fylki á meðan annað fylki hafnaði sömu myndum.

Árið 1927, þegar stúdíókerfið var að verða fullmótað, setti Will Hays, sem þá starfaði innan vébanda kvikmyndaveranna, á laggirnar sjálfskoðun kvikmyndaveranna á myndum sínu. Lista yfir boð og bönn. Hollywood hefur iðuleg í gegnum söguna viljað stjórna flest öllu sem kemur að framleiðslu mynda sinna og að hafa eigið ritskoðunareftirlit án afskipta ríkisins var hluti af því. Þessi boð og bönn höfðu þó lítil áhrif í upphafi því kvikmyndaverin fylgdu ekki eftir reglunum þar sem engir viðurlög voru við brotunum. Árið 1934 var PCA (Production Code Administration) sett á laggirnar og höfðu þeir vald til þess að sekta kvikmyndagerðarmenn og hindra það að kvikmyndir færu í dreifingu ef þær uppfylltu ekki kröfur framleiðslusáttmála PCA.

Eftir seinna stríð og þegar sjónvarpið tók að riðja sér til rúms átti Hollywood í fjárhagserfiðleikum. Í þessu ástandi gerðust kvikmyndaverin ævintýragjarnari með því að gera myndir sem voru djarfari en ella.

Eftir seinna stríð og þegar sjónvarpið tók að riðja sér til rúms átti Hollywood í fjárhagserfiðleikum. Í þessu ástandi gerðust kvikmyndaverin ævintýragjarnari með því að gera myndir sem voru djarfari en ella. Þegar leið á sjöunda áratuginn var ljóst að Hollywood þurfti að horfast í augu við breytta tíma, bæði hvað varðaði framleiðsluumhverfið og samfélagið. Ritskoðun var lögð í salt árið 1966 þegar Jack Valenti tók við sem fomaður MPAA. Árið 1968 var svo sett á laggirnar matskerfi sem var fyrrimynd frá svipuðu módeli og notað var í Bretlandi og hefur þetta kerfi verið við lýði síðan í mismunandi myndum.

Nýja matskerfið veitti kvikmyndagerðarmönnum aukið frelsi til að taka á ofbeldis- og kynferðistengdum efnum, sem og áleitnum og eldfimum efnum í samfélagslegum og pólitískum skilningi.

Það er áhugavert að líta á sum boð og bönn í Hollywood kvikmyndum í gegnum árin en mörg þeirra eru ansi skrautleg og nútíma áhorfendum mjög framandi. Hér gefur að líta nokkur boð og bönn á mismunandi tímum í Hollywood.

Úr framleiðslusáttmálanum frá árinu 1927: „The Dont´s and Be Carefuls“. Eftirfarandi dæmi mátti ekki birtast í kvikmyndum samtaka kvikmyndavera og dreifingaraðila (Motion Picture Producers and Distributors of America):

 1. Ástarsamband milli hvítra og svartra.
 2. Guðlast má ekki heyrast né sýna. Eins og t.d. ,,guð“, ,,drottinn“, ,,jesús“, ,,kristur“(nema notuð séu í trúarlegu samhengi)
 3. Barnsfæðingar mega ekki sjást. Ekki einu sinni sem skuggamynd.
 4. Lostafulla nekt má ekki sýna, ekki einu sinni sem skuggamynd.
 5. Smygl á eiturlyfjum.
 6. Kynferðislegan öfuguggahátt.
 7. Þrælahald.
 8. Kynsjúkdómar mega ekki vera til umræðu í myndinni.
 9. Kynfæri barna.
 10. Ekki má hæðast að prestastéttinni.
 11. Ekki má móðga neina þjóð, kynþátt eða trú.

Hér er svo eitt dæmi úr framleiðslusáttmálanum frá árinu 1930, þá var sáttmálinn mun flóknari og lagt upp úr því að hafa smáatriði á hreinu. Óþægilega nákvæmur listi og væri gjörsamlega ómögulegt að fylgja þessu eftir í dag, enda var mjög erfitt fyrir kvikmyndagerð að fylgja þessu eftir á sínum tíma. Hér er dæmi:

Sá líkamshluti sem er mesta einkamál hvers og eins einstakling eru kynfæri og kvenmannsbrjóst.

a) Þau eiga alltaf að vera falin.
b) Þau eiga aldrei að vera hulin gegnsæju efni.
c) Ekki má sjást í útlínur kynfæra eða brjósta þó þau séu hulin efni.

Þeir sem hafa áhuga á því hvernig ritskoðun í kvikmyndum er í dag þá bendi ég á myndina: This Film Is Not Yet Rated (2006). Þar er fjallað á mjög gamansaman hátt um ritskoðun í Hollywood.

Mynd: Wikimedia Commons

 

Höfundur er Ragnar Trausti Ragnarsson,
fastur penni á Nörd Norðursins og nemi í kvikmyndafræði við Háskóla Íslands.

 

Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnComments are closed.

Efst upp ↑