Fréttir1

Birt þann 14. desember, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Gallsúra japanska hrollvekjan House á Svörtum sunnudegi

Svartir sunnudagar í Bíó Paradís munu næst bjóða uppá hina undarlegu japönsku fantasíu hrollvekju, House, frá árinu 1977.

House, eða Hausu eins og hún heitir uppá japönsku, var upphaflega framleidd sem einhverskonar svar Japana við Jaws en leikstjórinn, Nobuhiko Obayashi, fékk að mati framleiðendanna aðeins of frjálsar hendur og úr varð einhver sérstakasta hrollvekja sem sést hefur á hvíta tjaldinu.

Andsetið hús, japanskar skólastúlkur og hvítur angóra köttur sem reynist vera djöfullinn sjálfur sameinast í House, sem hefur í gegnum árin skipað sér á bekk meðal helstu cult mynda og er í dag mærð meðal hrollvekju aðdáenda um allan heim.

Myndin verður sýnd kl. 20 sunnudagskvöldið 16. desember og verður þetta síðasta sýning Svartra sunnudaga fyrir jól.

Þess má svo geta að Svartir sunnudagar munu svo bjóða uppá æsilega jóladagskrá sem kynnt verður síðar.

– Fréttatilkynning frá Bíó Paradís

Stikla

Mynd: Hluti af plakati myndarinnar sem er sérhannað af Geoffrey Þ. Huntingdon-Williams.

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑