Bækur og blöð

Birt þann 14. desember, 2012 | Höfundur: Nörd Norðursins

0

Ný íslensk myndasaga – Næstum mennsk

Næstum mennsk er ný íslensk myndasaga eftir Ísold Ellingsen Davíðsdóttur, 22 ára uppeldisfræðinema. Ísold segir að myndasagan sé mjög barnvæn, en henti þó yngri sem eldri lesendum. Næstum mennsk inniheldur 90 bls, er gefin út í lit og fæst í helstu bókabúðum, nördaverslunum og hjá útgefanda; Aparass Comix.

Aparass Comix sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu í tilefni útgáfunnar;

Toji er útvalinn Ninja lærlingur frá Japan, sem spáð hefur verið að muni stöðva heimsendi. Píla og Snúður (ekki þeirra raunverulegu nöfn) eru geimverur af heimilislausu eðlukyni, sem sjá jörðina sem mögulegan framtíðardvalarstað. Míó er nýfallinn engill í tilvistarkreppu. Gúrka er varúlfur sem ólst upp í óbyggðum íslands í félagsskap álfkonunnar Emblu. Sagan fjallar um hvernig leiðir þeirra lágu saman í fyrsta sinn með afdrifaríkum afleiðingum fyrir mannkynið – og alla hina.

Næstum mennsk

Ísold hefur skrifað vefstrípur um aðalpersónur bókarinnar með hléum síðan árið 2007 við góðar undirtektir, en eftir tveggja ára vinnu (meðfram öðrum störfum) gefur hún nú út sína fyrstu sögu í fullri lengd. Hún hefur þó ásamt bróður sínum, Núma Davíðssyni, 21. árs listnema, skrifað myndasögur síðan hún man eftir sér, og eru þau örugglega ekki hætt. Númi vann hluta mynda bókanna í sameiningu við systur sína.

En hver var innblásturinn að þessari sögu? Ísold Ellingsen Davíðsdóttir svarar hér nokkrum spurningum sem gefa okkur góða mynd bakrunni myndasögunnar


Af hverju myndasögur?

Því þær eru osom! Það voru alltaf til myndasögur heima, afi minn er myndasöguhöfundur og þetta var því mikið í kring um mig. Ég hef verið að teikna síðan ég man eftir mér! Fyrstu myndasögurnar sem ég á eftir mig eru ekki með texta, þannig að sennilega var ég byrjuð að teikna myndasögur áður en ég lærði að skrifa.

 

Hver var innblásturinn að þessari sögu?

Ástæðan fyrir því að ég skrifaði þessa myndasögu er að þegar ég fór í nám til Svíþjóðar um tveggja ára skeið, þegar ég var 17 ára, þurfti ég að gera listrænt útskriftarverkefni, beinast lá við að gera myndasögur. Þegar ég byrjaði að teikna urðu persónurnar svo óvart að þeim vinum mínum sem ég saknaði mest heima, og útfrá þeim urðu þessar persónur til. Útfrá persónunum kom svo þessi saga.

 

En af hverju urðu vinir þínir að furðuverum í þínum huga?

Það eiginlega gerðist bara óvart… ætli þeir séu ekki svona furðulegir.
Fyrir hvern hugsarðu bókina?Alla sem hafa gaman af myndasögum! Hún var ekki skrifuð sem barnabók en er mjög barnvæn. Fullorðnir ættu ekki síður að hafa gaman að henni.

 

BÞJ

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Comments are closed.

Efst upp ↑