Daníel Rósinkrans, Bjarki Þór og Sveinn Aðalsteinn fara yfir leikjaárið sem er að líða með því að rýna í niðurstöður The Game Awards verðlaunanna og lista upp sína uppáhalds leiki árisins 2019. Einnig hita þeir aðeins upp fyrir næstu kynslóð leikjatölva en PlayStation 5 frá Sony og Xbox Series X frá Microsoft eru báðar væntanlegar á næsta ári.
Author: Nörd Norðursins
Bjarki Þór, leikjanörd Nörd Norðursins, mætti sem gestur í Lestarklefann til að ræða um tölvuleikinn Death Stranding (við höfum gagnrýnt leikinn og fjallað um hann í Leikjavarpinu). Lestarklefinn er menningarþáttur sem er útvarpað á Rás 1, sjónvarpað á aðalrás RÚV og er auk þess aðgengilegur á RUV.is og flestum hlaðvarpsveitum. Ásamt Bjarka sátu þau Geir Finnsson varaborgarfulltrúi og Júlía Hermannsdóttir tónlistarkona við borðið ásamt þáttarstjórnandanum Davíði Kjartani Gestssyni og ræddu um Death Stranding, kvikmyndina Knives Out og listasýninguna Lucky Me? Á heimasíðu RÚV er tekið fram að: Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér á RUV.is eða…
3. þátturSveinn, Daníel og Bjarki ræða um nýjasta Star Wars leikinn, Star Wars Jedi: Fallen Order. Auk þess taka þeir púlsinn á væntanlegum Half-Life leik, Half-Life: Alyx sem er væntanlegur frá Valve á næsta ári fyrir sýndarveruleikjagræjur. Einnig skoða þeir leikina sem tilnefndir eru í flokknum Leikur ársins á The Game Awards í ár.
2. þátturSveinn Aðalsteinn, Daníel Rósinkrans og Bjarki Þór fjalla um Death Stranding frá Kojima Productions. Leikurinn er mjög sérkennilegur og erfitt að útskýra í stuttu máli en í leiknum fer spilarinn með hlutverk Sam Porter Bridges (leikinn af Norman Reedus) sem er sendill sem þarf að fara með sendingar milli staða. Sam ferðast einn og þarf að gæta sín á óvinum, yfirnáttúrulegum verum og já, að misstíga sig ekki, því ef Sam dettur getur varningurinn skemmst við fallið. Leikurinn er gullfallegur og þrátt fyrir að leikurinn eigi að gerast í Bandaríkjunum minnir umhverfið í honum óneitanlega á íslenska náttúru. Um…
Íslenska myndasögusamfélagið (ÍMS) verður með myndasögusultu í Reykjavík til að hjálpa nýjum höfundum að venjast þessum spennandi miðli! Íslenska myndasögusamfélagið – eru nýstofnuð samtök sem vilja efla menningu myndasagna og þróa tækifæri fyrir myndasöguiðnaðinn á Íslandi. Miðvikudaginn 20. nóvember, milli 17 og 22, verður haldin „Myndasögusulta“ eða „Comics Jam“, í CenterHotel Miðgarði, Laugavegi 120. Hópur áhugafólks og fagmanna munu koma saman og vinna í sameiningu að nýjum örmyndasögum, og þar með leggja grunn að nýjum staðal fyrir myndasögur á Íslandi. Einnig verður tekið viðtal við rússneska teiknarann Galactic Deer, sem hóf nýlega verk að myndasögu hér á landi. Fjallar nýjasta…
Höfundur er Bjarki Þór Jónsson, tölvuleikjafræðingur og ritstjóri Nörd Norðursins Fréttaskýringarþátturinn Kveikur fjallaði um tölvuleiki og leikjamenningu í nýjasta þætti sínum sem sýndur var á RÚV, þriðjudaginn 29. október. Með yfirvegaðri nálgun náðist að fjalla um tölvuleiki á faglegan og sanngjarnan hátt. Í þættinum var meðal annars sagt frá áhrifamikilli sögu Mats, fötluðum norskum dreng sem var háður hjólastól og upplifði skert lífsgæði. Mats eignaðist þó marga vini í gegnum fjölspilunarleikinn World of Warcraft, en þegar Mats lést árið 2014 kynntust foreldrar Mats vinahópi sonar síns í fyrsta sinn, en undanfarin tíu ár hafði Mats varið um 15.000 – 20.000…
Nörd Norðursins mætti á Midgard nördahátíðina annað árið í röð. Í fyrra var hátíðin haldin í Laugardalshöll en í ár var fór hún fram í Fífunni í Kópavogi. Á hátíðinni var að sjá marga metnaðarfulla cosplay-búninga, fjölbreytta sölubása, tölvuleikjakynningar frá íslenskum leikjafyrirtækjum, larp, víkingaþorp, fyrirlestra, spilaborð og margt fleira. Sannkölluð nördahátíð eins og sést á myndunum og myndbandinu hér fyrir neðan.
Jón Bjarki Magnússon hlaut á dögunum verðlaun hinnar konunglegu mannfræðistofnunar í Bretlandi, Royal Anthropological Institute, RAI, fyrir bestu stuttmyndina, eða „the most outstanding short film on social, cultural and biological anthropology or archaeology“. Verðlaunin hlotnuðust honum fyrir myndina Even Asteroids Are Not Alone, frá árinu 2018. Myndin veitir innsýn í vinatengsl milli þátttakenda í leiknum Eve Online og hvernig þau þróast, innan leiks og utan. Kvikmyndahátíð RAI hefur verið haldin á tveggja ára fresti frá árinu 1980, og eru verðlaun hennar með virtustu viðurkenningum á sviði heimildamynda og sjónrænnar mannfræði, en þetta er í fyrsta sinn sem veitt eru verðlaun…
Höfundur er Bjarki Þór Jónsson, tölvuleikjafræðingur Í kvöldfréttum RÚV í gær var fjallað um óhóflega skjánotkun barna og unglinga á Íslandi. Foreldrafélög grunnskóla í Breiðholti í samstarfi við SAMFOK og Reykjavíkurborg ákváðu að dreifa ísskápsseglum sem lista viðmið skjátíma mismunandi aldurshópa á heimili barna á höfuðborgarsvæðinu. Á seglinum eru til dæmis sett viðmiðin 120 mínútur fyrir börn á aldrinum 10-12 ára, 180 mínútur fyrir börn á aldrinum 13-15 ára og 240 mínútur fyrir ungmenni 16-17 ára. Áhugavert er að sjá þessa tímaviðmið í ljósi þess að umfangsmikil nýleg rannsókn sýnir litlar sem engar vísbendingar séu að finna um neikvæð áhrif…
Kvikmyndagúrúarnir Arnór, Heimir og Knútur hjá Flying Bus skelltu sér á Captain Marvel í bíó. Hér fyrir neðan eru tvö myndbönd, það fyrra inniheldur umfjöllun og þeirra álit á myndinni ÁN spilla á meðan seinna myndbandið er sneisafullt af spillum .Góða skemmtun! Anna Boden og Ryan Fleck leikstýra Captain Marvel og með aðalhlutverk fara Brie Larson, Samuel L. Jackson og Ben Mendelsohn. BÍÓBÍLLINN: CAPTAIN MARVEL (ÁN SPILLA) BÍÓBÍLLINN: CAPTAIN MARVEL (INNIHELDUR SPILLA)