Fréttir

Birt þann 15. janúar, 2020 | Höfundur: Nörd Norðursins

Sony verður ekki á E3 2020

Sony tilkynnti í vikunni að fyrirtækið muni ekki taka þátt í E3 tölvuleikjasýningunni sem fram fer í Los Angeles í Bandaríkjunum ár hvert. E3 er ein stærsta tölvuleikjasýning heims og á henni hafa stóru fyrirtækin innan leikjabransans kynnt væntanlega leiki og tækninýjungar. Sony tók ekki heldur þátt í fyrra svo þetta verður annað árið í röð þar sem Sony verður frá. Þess má geta að þá er ný leikjatölva frá Sony, PlayStation 5, væntanleg á markað í lok árs og á fyrirtækið enn eftir að kynna tölvuna fyrir fjölmiðlum og almenningi.

Strákarnir í Leikjavarpinu fóru yfir þessar fréttir (hefst 01:29:00) og væntanlega leiki árið 2020 í nýjasta þætti Leikjavarpsins. Hægt er að hlusta á þáttinn hér fyrir neðan.

Heimild: GamesIndustry.biz
Mynd: Sony PlayStation

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórn



Efst upp ↑