Menning

Birt þann 17. desember, 2019 | Höfundur: Nörd Norðursins

Nörd Norðursins heimsækir Lestarklefann

Bjarki Þór, leikjanörd Nörd Norðursins, mætti sem gestur í Lestarklefann til að ræða um tölvuleikinn Death Stranding (við höfum gagnrýnt leikinn og fjallað um hann í Leikjavarpinu). Lestarklefinn er menningarþáttur sem er útvarpað á Rás 1, sjónvarpað á aðalrás RÚV og er auk þess aðgengilegur á RUV.is og flestum hlaðvarpsveitum.

Ásamt Bjarka sátu þau Geir Finnsson varaborgarfulltrúi og Júlía Hermannsdóttir tónlistarkona við borðið ásamt þáttarstjórnandanum Davíði Kjartani Gestssyni og ræddu um Death Stranding, kvikmyndina Knives Out og listasýninguna Lucky Me? Á heimasíðu RÚV er tekið fram að:

Gestir Lestarklefans eru sammála um það að tölvuleikurinn Death Stranding sem var hannaður af Hideo Kojima sé erfiður, hægur og langdreginn í byrjun en þegar fólk komist yfir ákveðinn þröskuld sé unaðslegt að sökkva sér ofan í hann. Þá segja þau að tölvuleikjum almennt sé ekki sýnd tilhlýðileg virðing í umræðu fjölmiðla.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni hér á RUV.is eða eingöngu hlutann sem tengist Death Stranding og umfjöllun tölvuleikja í íslenskum fjölmiðlum hér.

Mynd: Skjáskot úr þætti

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑