Hlaðvarp

Birt þann 20. nóvember, 2019 | Höfundur: Nörd Norðursins

Leikjavarpið #2 – Death Stranding

2. þáttur
Sveinn Aðalsteinn, Daníel Rósinkrans og Bjarki Þór fjalla um Death Stranding frá Kojima Productions. Leikurinn er mjög sérkennilegur og erfitt að útskýra í stuttu máli en í leiknum fer spilarinn með hlutverk Sam Porter Bridges (leikinn af Norman Reedus) sem er sendill sem þarf að fara með sendingar milli staða. Sam ferðast einn og þarf að gæta sín á óvinum, yfirnáttúrulegum verum og já, að misstíga sig ekki, því ef Sam dettur getur varningurinn skemmst við fallið.

Leikurinn er gullfallegur og þrátt fyrir að leikurinn eigi að gerast í Bandaríkjunum minnir umhverfið í honum óneitanlega á íslenska náttúru. Um tíma voru jafnvel vangaveltur um hvort Íslands gæti mögulega verið sögusvið leiksins. Sveinn, Daníel og Bjarki kafa dýpra í málið í þessum þætti.

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:

Birt af ritstjórnEfst upp ↑