Author: Magnús Gunnlaugsson

Heill dagur tileinkaður borðspilum! Einu sinni á ári, síðla vors eða snemmsumars, undanfarin fimm ár hefur fólk um allan heim rifjað upp með vinum og ættingjum hvers vegna það er yndislegt að eiga samverustund yfir góðu spili. Dagur þessi hefur verið kallaður Hinn Alþjóðlegi Borðspiladagur (e. International Table Top Day) og er tilefni til að fagna þeim sem koma að borðinu til að keppa við aðra, eða vinna í sameiningu; að heiðra litlu samfélögin sem myndast yfir borðspili. Við gleðjumst með hverjum nýjum vini sem sest með okkur við borðið til að sigrast á dreka, byggja upp borg, skjóta niður…

Lesa meira

Destiny sækir innblástur sinn í alla Star Wars kvikmyndaseríuna sem og Star Wars teiknimyndaþættina. Þú getur því parað saman þínar uppáhalds hetjur frá mismunandi tímabilum, … Í Star Wars Destiny parar þú saman tvær til þrjár hetjur eða tvö til þrjú illmenni og býrð til 30 spila stokk til að sigra andstæðing þinn. Til þess notar þú blöndu af spilum og teningum sem valda skaða, gefa af sér peninga eða sérstakar aðgerðir sem ýmist hetjur, vélmenni eða farartæki þeirra geta framkvæmt. Þið komið til með að skiptast á að framkvæma aðgerðir þar til að hetjur andstæðingsins hafa núll lífspunkta eða…

Lesa meira

Nörda hátíðin Midgard verður haldin á Íslandi dagana 15.-16.september 2018. Midgard er fyrsta hátíðin hér á landi þar sem að aðdáendur myndasaga, borðspila, kvikmynda, bóka og sjónvarþátta koma saman og eiga góða helgi. Á mánudaginn var tilkynnt á Face-book vefsíðu Midgard að Zee Garcia og Sam Healy frá The Dice Tower, en Dice Tower er aðaluppspretta frétta og borðspilaumfjallana, mæti til leiks á hátíðina. Þetta er feitur biti fyrir hátíð sem haldin er í fyrsta sinn. Í tilkynningunni segir: „Það gleður okkur að bjóða velkomna Sam Healey og Zee Garcia frá The Dice Tower í hóp gesta á Midgard 2018! Zee Garcia…

Lesa meira

Kynning Hvað gerir þú í daglegu amstri? Ég er tölvunarfræðingur og vinn við vefforritun. Ég er líka sjálfstæður þýðandi fyrir fyrirtæki sem sér um texta fyrir DVD, BluRay og Netflix. Auk þess að vera hluti af Kvasir Games, sem hannar og þróar borðspil og tölvuleiki í frístundum. Hver voru þín fyrstu kynni af borðspilum? Ætli það hafi ekki verið eitthvað eins og Ludo eða Slönguspilið? Ég veit bara að ég hef alltaf sóst í að spila spil og þegar ég var yngri elskaði ég Escape from Atlantis, Trivial Pursuit og Cluedo. Spilaði einmitt Cluedo með bestu vinkonu minni svo gott…

Lesa meira

Það vefst stundum fyrir manni að læra ný spil. Sérstaklega ef maður er að stíga sín fyrstu skref í borðspilum. Manni langar strax að byrja spila nýja spilið sem maður var að fá í hendurnar en til þess að geta notið þess krefst smá undirbúnings. Mér langar að benda þér á nokkur gagnleg ráð sem ég nýti mér við að læra ný spil. Fá einhvern til að kenna sér Ef þú ert svo heppin(n) að þekkja einhvern sem þekkir spilið nú þegar þá er um að gera að bjóða þeim í heimsókn og fá hann til að kenna þér spilið.…

Lesa meira

22 – 28. Janúar Tiny Epic Zombies Von er á nýju Tiny Epic spili á þessari ári en nýjasta viðbótin í þessa vinsælu seríu frá Gamelyn Games mun heita Tiny Epic Zombies. Spilið mun innihalda fimm mismunandi spilaupplifanir: Samvinnu-, samkeppnis- og einmenningsspilun,   Samvinnu leikmanna gegn uppvakningsspilara og svo Samkeppni leikmanna gegn uppvakningsspilara. Spilið kemur með nýjum tegundum af peðsónum (e.meeples) sem gerir leikmönnum kleift að smella vopnum á peðsónur sínar. Finna má Kickstarter síðuna með því að smella hér! Forbidden Sky Gamewrights hafa tilkynnt þriðja spilið í Forbidden-seríunni eftir Matt Leacock. Spilið hefur fengið nafnið Forbidden Sky og gerist…

Lesa meira

Ég veit fátt skemmtilegra en að fá nýtt spil í hendurnar og skoða innihaldið, handleika teningana, poppa út pappann og sjá hversu veglegt spilið er. Í þessum fyrsta þætti tók ég fyrir spilið Dinosaur Island. Hvern hefur ekki dreymt um að byggja sinn eigin Júragarð (e. Jurassic Park)? Í Dinosaur Island geta leikmenn ræktað sínar eigin risaeðlur í þeirra von um að laða að sem flesta áhorfendur. Leikmenn keppast um að skapa sem mest spennandi og aðlaðandi risaeðlugarð því fæstir koma til að horfa á grasæturnar og flestir til að sjá T-Rex, en með hættulegri risaeðlum eykst einnig hættan á því…

Lesa meira

Vefsíðan Polygon frumsýndi nýja þætti sem hlotið hafa nafnið Overboard þar sem fólk spilar saman ný borðspil. Þættirnir munu koma út mánaðarlega og eru birtir á youtube-rás Polygon. Í fyrsta þættinum spila fimm leikmenn spilið Mountains of Madness eftir Rob Daviu, hönnuð Seafall og Pandemic Legacy.  Mountains of Madness er innblásið af sögum H.P Lovecraft en í þessu spili hafa leikmenn allir sína galla og þurfa að leika þá á meðan spilun stendur. Leikmenn reyna í sameiningu að klífa fjall saman en því hærra sem þeir klífa þeim mun undarlegri verður hegðun þeirra. Það verður áhugavert að fylgjast með hvaða…

Lesa meira

Það er mjög vinsælt að gera topplista í lok hvers árs og fólk keppist við að tala um hvað þeim þótti vera best á nýliðnu ári. Ég skil það mjög vel og það er oft góð leið fyrir fólk að uppgötva eitthvað sem hugsanlega fór framhjá þeim hvort sem um ræðir sjónvarpsþættir, kvikmyndir, tónlist eða borðspil. Í þessari grein kem ég þó hinsvegar ekki til með útlista mitt mat á bestu spilunum sem komu út árið 2017 einfaldlega vegna þeirrar ástæðu að ég hef ekki spilað nógu mörg spil sem komu út á árinu. Í staðinn langar mig að sýna…

Lesa meira

Það er góð og gild regla að dæma ekki fólk eftir útliti, regla sem ég reyni að hafa oftar en ekki í huga. Það verður þó að viðurkennast að útlit mótar oftar en ekki skoðanir fólks á öðrum fyrir fram, eða ýtir að minnsta kosti ímyndunarafli þeirra af stað út frá því hvernig annað fólk lítur út, klæðir sig og hagar. Í Unusual Suspect eru leikmenn í leit að sökudólg sem framið hefur glæp. Sökudólgnum ásamt 11 öðrum einstaklingum er stillt upp fyrir framan vitni sem þarf að svara já og nei spurningum og er markmiðið að finna sökudólginn. HVERNIG…

Lesa meira