Fréttir

Birt þann 30. janúar, 2018 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson

Borðspilamolar – Fréttir

22 – 28. Janúar

Tiny Epic Zombies

Von er á nýju Tiny Epic spili á þessari ári en nýjasta viðbótin í þessa vinsælu seríu frá Gamelyn Games mun heita Tiny Epic Zombies. Spilið mun innihalda fimm mismunandi spilaupplifanir:

Samvinnu-, samkeppnis- og einmenningsspilun,  

Samvinnu leikmanna gegn uppvakningsspilara og svo

Samkeppni leikmanna gegn uppvakningsspilara.

Spilið kemur með nýjum tegundum af peðsónum (e.meeples) sem gerir leikmönnum kleift að smella vopnum á peðsónur sínar.

Finna má Kickstarter síðuna með því að smella hér!

Forbidden Sky

Gamewrights hafa tilkynnt þriðja spilið í Forbidden-seríunni eftir Matt Leacock. Spilið hefur fengið nafnið Forbidden Sky og gerist að því er virðist í háloftum þar sem þrumur og eldingar vera megin þemað. Sjá má stikluna fyrir spilið á Facebook-síðu Gamewrights með því að smella hér!

Fjögur ný Exit Spil

Von er á fjórum nýjum Exit: The Game spilum á árinu og hafa þau hlotið eftirfarandi nöfn:

Exit: The Game –  The Sunken Treasure

Exit: The Game – Dead man on the Orient Express

Exit: The Game – The Sinister Mansion

Exit: The Game  – The Mysterious Museum

Verða þá til tíu mismunandi útgáfur sem þú getur brotið heilann yfir. Exit-serían hlaut Kennerspiel verðlaunin árið 2017 en flóttaspil hafa átt miklum vinsældum að fagna undandfarið. (Heimild)

Codenames XXL

Codenames fær risaútgáfu þar sem spjöldin verða allt að þrisvar sinnum stærri.  (Heimild)

Ný Clank! viðbót

Renegade Games hafa tilkynnt nýja viðbót við Clank! Í þetta skipti hefur drekinn ógurlegi komið sér fyrir í pýramída. Í Clank! reyna leikmenn að safna sem mestum verðmætum án þess að láta bæra of mikið á sér og forðast vökult auga drekans sem gætir fjársóðsins. Til þess að sigra þurfa menn að sleppa með góssið úr dýflissunni án þess að tapa lífinu því drekinn ræðst á þann sem skapað hefur mestan hávaða.

Viðbótin heitir The Mummy’s Curse og í þetta sinn ræna leikmenn grafhýsi múmíu sem reynir að leggja álög á hvern þann sem stígur fæti inní grafhýsið.

Viðbótin kemur til með að koma út í mars á þessu ári.
(Heimild)

Mythos Tales 2nd ed.

Greyfox Games hafa tilkynnt nýja útgáfu af Mythos Tales sem er ætlað að laga vankanta fyrstu útgáfunnar en Mythos Tales er Lovecraft útgáfan af Sherlock Holmes: Consulting Detective. (Heimild)

 

Deila efni


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑