Spil

Birt þann 16. apríl, 2018 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson

Umfjöllun: Star Wars: Destiny – „fjölbreytt og spennandi spilun með góðum kokteil af kortum og teningum“

Destiny sækir innblástur sinn í alla Star Wars kvikmyndaseríuna sem og Star Wars teiknimyndaþættina. Þú getur því parað saman þínar uppáhalds hetjur frá mismunandi tímabilum, …

Í Star Wars Destiny parar þú saman tvær til þrjár hetjur eða tvö til þrjú illmenni og býrð til 30 spila stokk til að sigra andstæðing þinn. Til þess notar þú blöndu af spilum og teningum sem valda skaða, gefa af sér peninga eða sérstakar aðgerðir sem ýmist hetjur, vélmenni eða farartæki þeirra geta framkvæmt. Þið komið til með að skiptast á að framkvæma aðgerðir þar til að hetjur andstæðingsins hafa núll lífspunkta eða hann ófær um að draga fleiri spil á hendi.

Destiny sækir innblástur sinn í alla Star Wars kvikmyndaseríuna sem og Star Wars teiknimyndaþættina. Þú getur því parað saman þínar uppáhalds hetjur frá mismunandi tímabilum, t.d. gætu Finn og Luke Skywalker barist gegn Jabba the Hut og Darth Vader eða Rey og Han Solo tekist á við Jango Fett og Captain Phasma.

Í Tveggja manna byrjunarpakkanum hefur þú val um að spila annaðhvort með Rey og Poe á ljósu hliðinni eða Kylo Ren og Captain Phasma á þeirri dökku. Reglurnar eru sáraeinfaldar og samanstanda af einu A4 blaði, það er því lítið mál að byrja að spila leikinn þar sem stokkarnir í byrjendasettinu koma tilbúnir til spilunar.

Í hverri umferð munt þú notfæra þér sérstaka hæfileika sem hetjurnar þínar geta framkvæmt, kasta teningum, spila spilum úr stokknum þínum sem koma til með hafa áhrif á framvindu bardagans. Þú þarft sífellt að vera einu skrefi á undan til þess að geta brugðist við gagnárásum andstæðingsins til þess að falla ekki í valinn á vígvellinum.  

Hvernig skal spilað?

Hver umferð samanstendur af tveimur fösum, aðgerðarfasa og viðhaldsfasa. Í aðgerðarfasanum geta leikmenn valið um að framkvæma eina af sex aðgerðum sem í boði eru.

  1. Spila spilli af hendi: Til þess þarftu einnig borga kostnaðinn á spilinu. Í spilinu eru þrjár mismunandi tegundir af spilum; viðburðir, uppfærslur og liðsfélagar. (Event, Upgrades, Support) Viðburðar spilin eru einnota en hinar týpurnar leggjast í borð.
  2. Virkja persónuna sína eða liðsfélaga: Þegar þú framkvæmir þess aðgerð snýrðu spilinu 90 gráður og rúllar teningunum sem tilheyra spilinu í teningahrúguna þína (e.dice pool)
  3. Leysir út teningana þína: Hérna komum við að kjarna Destiny. Teningarnir sem þú hafðir áður rúllað sýna hin ýmsu tákn og getur þú leyst út alla teninga í einu sem sýna sama tákn. Þessi tákn sýna meðal annars tvennskonar skaða sem þú getur komið á andstæðinginn, bætt skjöldum á þínar eigin hetjur, fengið pening, neytt andstæðinginn þinn til henda spilum eða peningum eða virkjað sérstakar aðgerðir sem hetjurnar þínar geta framkvæmt.
  4. Fleygt spili til að endurkasta völdum teningum: mjög hentugt þar sem sumar hliðar á teningunum hafa tóma hlið (e.blank)
  5. Nota sérstakan hæfileika á spili.
  6. Eigna sér vígvöllinn: Þetta endar þína umferð en gefur þér einhverskonar bónus í lok umferðar.

Viðhaldsfasi:

Í lok umferðarinnar fá leikmenn tvo peninga og draga aftur upp í fimm spil á hendi.

Leikupplifun

Hver leikur af Destiny tekur ekki nema um 30-40 mínútur í spilun og getur verið gríðarlega spennandi. Blandan af bæði kortum og teningum býður upp á skemmtilega fram- og til baka spilun þar sem þið eruð sífellt að reyna hafa áhrif á teningana fyrir framan ykkur.

Hver leikur af Destiny tekur ekki nema um 30-40 mínútur í spilun og getur verið gríðarlega spennandi. Blandan af bæði kortum og teningum býður upp á skemmtilega fram- og til baka spilun þar sem þið eruð sífellt að reyna hafa áhrif á teningana fyrir framan ykkur. Það skiptir einnig miklu máli í hvaða röð menn framkvæma aðgerðir sínar til að hámarka skaðann sem þú getur komið á skúrkinn sem situr gegnt þér.

Vissulega geta teningar verið brigðulir og einhliða köst stundum orsakað það að hetjur geta fallið fyrr en áætlað var og gert út um bardagann. Það er þó sjaldgæfara en þú gerir þér mögulega hugarlund um. Ef svo óheppilega vill til að óvinur þinn rúlli einstaklega vel tvær umferðir í röð og þú tapir þá tók bardaginn kannski ekki nema 15 mínútur svo það er lítið mál að byrja aftur upp á nýtt. Hins vegar er mikilvægt að hafa spil sem leyfa þér að hafa áhrif á kast andstæðingsins en hvaða spil þú setur í stokkinn þinn ákvarðar hvernig þú ætlir að reyna sigra.

Ætlar þú hreinlega að dæla á hann skaða með því fylla stokkinn af geislasverðum, vopnum og farartækjum? Eða viltu frekar reyna hægja á honum og sjá til þess að þínar hetjur séu vel varðar með skildum? Þú getur einnig reynt að neyða hann í því að þurfa sífellt að vera fleygja spilum af hendi eða úr stokknum sínum en það að leikurinn endi ef ekki er hægt að draga býr einnig til ákveðinn tímaramma utan um hvern bardaga fyrir sig svo hann dragist ekki á langinn.

Safnkortaspil

Tveggja manna byrjunarsettið er hins vegar aðeins toppurinn á ísjakanum. Star Wars: Destiny er nefnilega safnkortaspil (e.Collectible Card Game) en það þýðir að viljir þú upplifa spilið til fullnustu muntu koma til með að þurfa versla þér booster pakka, svipað og í pókemon og Magic: The Gathering, sem hver og einn innihalda fimm spil og einn tening.

Ég var lengi vel búinn að sverja það af mér að prófa  safnkortaspil en ákvað að gefa Destiny sénsinn aðallega vegna þess að það er helmingi minna í sniðum. Í Magic er þér leyfilegt að vera með allt að fjögur eintök af sama spili á meðan er einungis leyfilegt að vera með tvö eintök af sama spili í Destiny. Auk þess eru stokkarnir bara 30 spil samanborið við 60+ í Magic.

Utanumhaldið er þó verið af sama toga, fljótlega ertu byrjaður að kaupa þér möppur og plastvasa til að halda utan um safnið þitt svo að allt sé í röð og reglu en mesti hausverkurinn, að mínu mati, er að halda skipulagi á teningunum.

Stór partur af Destiny er að setja saman sína eigin stokka. Það getur krafist tíma og yfirlegu til að byrja með þegar menn eru að læra og finna út hvað virkar saman og hvað virkar ekki.

Stór partur af Destiny er að setja saman sína eigin stokka. Það getur krafist tíma og yfirlegu til að byrja með þegar menn eru að læra og finna út hvað virkar saman og hvað virkar ekki. En svo er gaman að nostra við stokkana sína, fínpússa þá og taka út einhver spil sem voru ekki að gera sitt gagn til þess að setja inn önnur og sjá hvaða áhrif það hefur á framvindu bardagans. Þér mun líða eins og ungum Padawan sem er að taka sín fyrstu skref á leið sinni í að verða fullnuma Jedi riddari.

Hvar er best að byrja?

Ég mæli hiklaust með Tveggja manna byrjunarpakkanum. Ef þú vilt meiri dýpt og meiri möguleika á að búa til þína eigin stokka strax getur þú ákveðið að fá þér nokkra booster pakka með eða fengið þér annað eintak af Tveggja manna pakkanum en þá ertu öruggur um að vera með tvö eintök af öllum spilum sem finna má í því setti.

Auk þess hittast nokkrir einstaklingar reglulega í Spilasal Nexus og spila saman, skiptast á spilum sem þeim vantar í safnið og eru tilbúnir til þess að aðstoða og hjálpa þeim sem vilja taka þátt í Star Wars:Destiny. Að sjálfsögðu er svo einnig FB-hópur sem ber hið frumlega nafn Star Wars Destiny á Íslandi.

Team Covenant er svo frábær youtube rás til þess að læra og fræðast nánar um Star Wars:Destiny auk þess sem þeir halda úti bloggsíðu undir sama nafni.

Samantekt

Settu saman þitt lið og skoraðu vini þína á hólm. Mátturinn kallar til þín og örlög vetrarbrautarinnar eru í þínum höndum.

Destiny bíður uppá skemmtilega, fjölbreytta og spennandi spilun með góðum kokteil af kortum og teningum. Hægt er fá smjörþefinn af því sem spilið hefur upp á bjóða með byrjenda pökkunum en hugsanlegt er að safnkorta viðskiptamódelið sé ekki fyrir alla.

Kostir:

  • Einfaldar reglur
  • Fljótspilaðir leikir
  • Spilin eru þematísk og fallega myndskreytt
  • Fjölbreyti leiki í samsetningum stokka
  • „Smærra í sniðum“ en hefðbundnari CCG spil sbr t.d Magic:The Gathering
  • Býður uppá mikla strategíu og dýpt með fram-og-tilbaka-aðgerðum

Hlutlaust:

  • Krefst yfirlegu til að láta stokkinn þjóna sínu hlutverki
  • Góð/slæm köst geta mögulega ákvarðað hvort þú sigrar eða tapar
  • Lítil „keppnissena“ á íslandi.

Gallar:

  • Safnkortmódelið, hár viðhaldskostnaður
  • Fyrirferðarmiklir teningar
  • Aukabúnaður, möppur, plastvasar o.fl.
  • Utanumhald, bæði spil og sérstaklega teningar
Deila efni

Tögg: , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑