Spil

Birt þann 7. janúar, 2018 | Höfundur: Magnús Gunnlaugsson

Spilarýni: Unusual Suspects – „Ef þið eru komin með leið á pólitískri rétthugsun“

Spilarýni: Unusual Suspects – „Ef þið eru komin með leið á pólitískri rétthugsun“ Magnús Gunnlaugsson

Samantekt: Ef þið eru komin með leið á pólitískri rétthugsun og Cards Against Humanity þá mæli ég með  Unusual Suspects

3.5

Flott partýspil


Einkunn lesenda: 3.8 (1 atkvæði)

Það er góð og gild regla að dæma ekki fólk eftir útliti, regla sem ég reyni að hafa oftar en ekki í huga. Það verður þó að viðurkennast að útlit mótar oftar en ekki skoðanir fólks á öðrum fyrir fram, eða ýtir að minnsta kosti ímyndunarafli þeirra af stað út frá því hvernig annað fólk lítur út, klæðir sig og hagar.

Í Unusual Suspect eru leikmenn í leit að sökudólg sem framið hefur glæp. Sökudólgnum ásamt 11 öðrum einstaklingum er stillt upp fyrir framan vitni sem þarf að svara já og nei spurningum og er markmiðið að finna sökudólginn.

HVERNIG SKAL SPILAÐ

Einn leikmaður er valinn sem vitnið. Því næst er tólf andlitum raðað á borðið í fjórar línur, hver með þremur andlitum. Spurningastaflanum er dreift jafnt á alla leikmenn og að lokum dregur vitnið eitt spil úr þar tilgerðum stokk sem ákvarðar hver af þessum manneskjum er sökudólgurinn.

Fyrsti leikmaðurinn dregur eitt spil úr spurningastaflanum, les upp spurninguna, og þarf vitnið svo að meta hvort svara skuli já eða nei.

Fyrsti leikmaðurinn dregur eitt spil úr spurningastaflanum, les upp spurninguna, og þarf vitnið svo að meta hvort svara skuli já eða nei. Spurningarnar hafa þó ekkert að gera með með útlitið að gera heldur mun frekar með persónuleika þeirra eða áhugamál. T.d hvort þau sé trúuð? Eru þau vegan? Hafa þau farið á mótmæli? 

Tökum dæmi. Ef vitnið svarar því játandi að persónan sé vegan þá vilja hinir leikmennirnir fletta öllum þeim andlitum sem þau meta að séu ekki vegan á bakhliðina. Þannig þrengja þau hringinn smátt og smátt. Ef hinsvegar svo til að þau fletti sökudólgnum á bakhliðina þá segir vitnið þeim það samstundis og leikmenn hafa tapað.

Leikmenn skrá svo niður hve mörgum vitnum þau flettu við fyrir viðeigandi spurningu. Því fleiri spurningar sem leikmenn þurfa, því meiri tíma tekur það að finna sökudólginn. Leikmenn reyna svo í framhaldinu gera betur en í síðstu umferð og bæta tímann sinn.

UPPLIFUN

Það sem gerir Unusual Suspects skemmtilegt er fjölbreytni spurninganna og samræðurnar sem myndast hjá leikmönnum um hin og þessi andlit.

Þó þema Unusual Suspects stangist á við flest það sem manni er kennt í góðu uppeldi þá kemur það að litlum sökum. Það sem gerir Unusual Suspects skemmtilegt er fjölbreytni spurninganna og samræðurnar sem myndast hjá leikmönnum um hin og þessi andlit. 

Áður en þú veist eru þið farin að skapa heilu sögurnar í kringum þetta fólk. Hin og þessi manneskja væri nú alveg líkleg til að hafa lesið bækur en önnur þeirra er meira fyrir sjálfsævisögur á meðan hin les bara reyfara í anda Catcher in the Rye.  Svo gæti vel verið að gamla konan með permanentið og alltof stóru eyrnalokkana og hipsterinn í lopavestinu með trefilinn hlusti bæði á vínylplötur svo ekki getið þið útilokað þau.

Hver umferð tekur ekki nema 15-20 mínútur og því fljótspilað, en í spilinu eru 70 vitni og 110 spurningar auk tómra spila sem leikmenn geta ritað sínar eigin spurningar á.

SAMANTEKT

Ef þið eru komin með leið á pólitískri rétthugsun og Cards Against Humanity þá mæli ég með  Unusual Suspects…

Ef þið eru komin með leið á pólitískri rétthugsun og Cards Against Humanity þá mæli ég með  Unusual Suspects þar sem getið látið alla ykkar fordóma koma í ljós gegn hinu og þessu fólki. Þrælgott partýspil fyrir 3-16 leikmenn, en það féll vel í kramið í átta manna hóp sem ég spilaði það með.

Deila efni


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑