Guðlaugur Árnason, betur þekktur sem GEGT Gaulzi, keppti í Starcraft II tölvuleikjamóti á vegum Major League Gaming (MLG) sem haldið var í Dallas um helgina. Gaulzi sigraði því miður í engum leikjum með sinni frægu, en jafnframt óhefðbundnu, Cannon Rush aðferð á mótinu. Gaulzi lét í fyrsta leik í minni pokann fyrir hollenska Zerg spilaranum Liquid Ret, en það er ekkert til að skammast sín fyrir þar sem Ret hefur á seinustu tveim árum unnið til verðlauna á 18 misstórum Starcraft II mótum. Eftir að mótið var yfirstaðið voru 39 spilurum boðið í viðtöl á vegum Quantic Gaming, og þar…
Author: Kristinn Ólafur Smárason
Á seinustu árum hefur hrekkjavökuhátíðin farið að skjóta æ dýpri rótum á Íslandi, en með hverju árinu fjölgar skemmtununum og partíunum sem tengja sig við þennan mest megnis ameríska viðburð. Vestan hafs er þessi hátíð að mestu leyti haldin fyrir börnin, þar sem þau fara húsi úr húsi klædd sem skrímsli og forynjur í eilífri leit að nammi. Á Íslandi hins vegar er það aðallega unglingar og ungt fullorðið fólk sem fagnar þessum degi. Nú þegar er fólk farið að sauma sér búninga eða kaupa nýja tilbúna í búðum. Aðrir láta sér duga að draga fram gömul föt af gamla…
Í nótt klukkan 2:00 að íslenskum tíma hefst lokaviðureignin í League of Legends heimsmeistaramótinu, en þar mun Taívanska liðið Tapei Assasins og Suður-Kóreska liðið Azubu Frost takast á í best-of-five (fyrstir til að vinna þrjá leiki) viðureign. Sigurvegararnir munu ekki aðeins vera krýndir heimsmeistarar í League of Legends, heldur munu þeir einnig taka með sér heim verðlaunapott upp á eina milljón bandaríkjadollara (122 milljónir króna), en það er hæsta fjárhæð sem nokkurn tíman hefur verið borguð út í sögu tölvuleikjamóta. Liðin tvö hafa sýnt og sannað í gegnum mótaröðina að þau eru sannarlega sterkustu liðin í League of Legends í…
Einn duglegur forritari sem gengur undir nafninu Rumsey hefur tekist að endurgera allan heim World of Warcraft í hinum vinsæla byggingarleik Minecraft. Sköpunarverk Rumseys inniheldur um 68 milljarða kubba og er um 275 ferkílómetrar að stærð. Til þess að spila heiminn þarf um 24 gigabyte af minni og þá þarf einnig að skipta leiknum upp á sjö samtengda undirvefþjóna til að komast fram hjá hæðartakmörkum leiksins, en hæsti punktur heimsins er í um eins kílómetra hæð. Svo það fari ekki á milli mála þá byggði Rumsey ekki þennan heim kubb fyrir kubb eins og venjan er í Minecraft, heldur bjó…
Seinustu leikjunum í League of Legends heimsmeistaramótinu hefur verið frestað í óákveðin tíma. Í gær var stefnt á að seinustu undanúrslitaleikirnir í heimsmeistaramótinu yrðu spilaðir, en sökum óstöðugs netsambands á mótsstað reyndist ómögulegt að halda mótinu áfram. Þrír leikir á milli CLG EU og World Elite þurftu að spilast aftur frá grunni eftir að netsamband rofnaði trekk í trekk. Eftir að þriðji leikurinn hafði dottið út sökum netörðugleika, og dagskrá mótsins þegar orðin rúmlega 6 tímum á eftir áætlun, var ákvörðun tekin um að fresta restinni af mótinu í óákveðin tíma, en leikirnir verða þó spilaðir einhvern tíman seinna í…
Í dag hefjast undanúrslitin í heimsmeistaramótinu í League of Legends, sem haldið er í Los Angeles í Bandaríkjunum. Tólf lið frá Bandaríkjunum, Evrópu, Taívan, SA-Asíu, Kína og Kóreu munu etja kappi frá og með deginum í dag og fram á laugardaginn 6. október. Efstu tvö lið undanúrslitana munu síðan mætast á ný þann 13. október næstkomandi í lokaúrslitum heimsmeistarakeppninnar, þar sem sigurliðið mun taka með sér heim stærsta verðlaunapott sem nokkurn tíman hefur verið gefin í sögu tölvuleikjakeppna, en það mun vera hvorki meira né minna en ein milljón bandaríkjadollara (um 123 milljónir króna). Heildarverðlaunafé keppninnar er tvær milljónir dollara…
Einu stærsta tölvuleikjamóti veraldar, Intel Extreme Masters, sem halda átti í Guangzhou í Kína þann 30. september næstkomandi hefur verið aflýst. Mótið var eitt í röð margra sem áttu eftir að leiða til úrslitamóts sem haldið verður í mars á næsta ári. Ástæða þess að mótinu var aflýst er hin sívaxandi eignarhaldsdeila sem Kína og Japan eiga í vegna Diaoyu/Senkaku eyjaklasans, sem þegar hefur uppskorið hörð viðbrögð frá almenningi í Kína í garð japanskra fyrirtækjaeigenda í landinu. Halda átti mótið á tölvusýningu í Guangzhou, en þar sem fjölmörg japönsk fyrirtæki afboðuðu komu sína var sýningunni aflýst. Í ljósi þessara viðburða…
Hefur þú einhvern tíman hugsað út í hvaðan King Koopa fær allar þessar skjaldbökur til að berjast fyrir sig? Eða hvað aukalífin í Asteroids standa fyrir, og hver sér um að kaupa allar kraftapillurnar í Pac-Man borðin? Það er hægt að koma mörgu til leiðar með góðri áróðursherferð, meira að segja í heimi tölvuleikjanna. – KÓS Myndir: ThinkGeek / BuzzFeed
Jæja, nú er komið nokkuð langt síðan seinasta Leikjanördablogg leit dagsins ljós. Það er augljóst að mín upphaflega áætlun um eina færslu á viku er löngu þotin út um gluggan, og ég hef í raun enga góða né gilda afsökun fyrir því aðra en að ég hef voðalega lítið verið að leika mér með gömlu leikjatölvurnar mínar upp á síðkastið. Það þýðir ekki að ég sé búinn að missa áhugann fyrir gömlum leikjum, heldur aðeins það að margt annað (vinna, góðviðrisdagar, önnur skrif fyrir Nörd Norðursins, almenn leti o.s.frv) hefur verið að taka upp minn dýrmæta tíma sem ég hefði…
Hver man ekki eftir sjónvarpsþáttunum LOST? Fólk var mishrifið af þáttunum en engu að síður voru þeir einir af vinsælustu sjónvarpsþáttum seinasta áratugar. Hugmyndin á bak við þættina var frumleg, og dularfulla eyjan sem persónur þáttanna voru fastar á fengu áhorfendur til að horfa á seríu eftir seríu af þáttunum, jafnvel þótt þeir væru fullir af allskyns plottholum og ósamræmi. Hvort sem þér líkaði við þættina eða ekki þá er eitt víst; LOST hefði getað verið frábær ævintýraleikur, eins og grafíski hönnuðurinn Robert Penney hefur sýnt fram á með þessum skemmtilegu myndum af tilbúnum LOST ævintýraleik í stíl við gömlu…