Fréttir1

Birt þann 4. október, 2012 | Höfundur: Kristinn Ólafur Smárason

0

Heimsmeistaramótið í League of Legends hefst í dag

Í dag hefjast undanúrslitin í heimsmeistaramótinu í League of Legends, sem haldið er í Los Angeles í Bandaríkjunum. Tólf lið frá Bandaríkjunum, Evrópu, Taívan, SA-Asíu, Kína og Kóreu munu etja kappi frá og með deginum í dag og fram á laugardaginn 6. október. Efstu tvö lið undanúrslitana munu síðan mætast á ný þann 13. október næstkomandi í lokaúrslitum heimsmeistarakeppninnar, þar sem sigurliðið mun taka með sér heim stærsta verðlaunapott sem nokkurn tíman hefur verið gefin í sögu tölvuleikjakeppna, en það mun vera hvorki meira né minna en ein milljón bandaríkjadollara (um 123 milljónir króna). Heildarverðlaunafé keppninnar er tvær milljónir dollara og því er til mikils að vinna hvort sem liðin lenda í fyrsta eða tólfta sæti.

Fyrirkomulag mótsins er á þann hátt að liðunum tólf er skipt í þrjá fjögurra liða hópa, sem eru hópur A og hópur B, en þriðja hópinn skipa sigurvegarar álfukeppna síðastliðins árs. Liðin sem skipa hópa A og B keppa sín á milli í stökum leikjum, en tvö efstu liðin í hvorum hóp komast áfram í 8-liða undanúrslitin, sem álfusigurvegararnir hafa þegar fengið sæti í. Þaðan af verður keppt með svokölluðu best-of-three fyrirkomulagi þar sem liðið sem er fyrra til að vinna tvo leiki kemst áfram.

Mótsfyrirkomulag heimsmeistaramótsins í League of Legends

Spennandi verður að sjá á næstu dögum hvaða lið komast áfram í úrslitaviðureignina, en hægt verður að fylgjast með framvindu mótsins í ókeypis háskerpu útsendingu á heimasíðu League of Legends.

– KÓS

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:



Comments are closed.

Efst upp ↑