Fréttir1

Birt þann 7. október, 2012 | Höfundur: Kristinn Ólafur Smárason

0

Seinustu leikjum heimsmeistaramótsins í League of Legends frestað

Seinustu leikjunum í League of Legends heimsmeistaramótinu hefur verið frestað í óákveðin tíma. Í gær var stefnt á að seinustu undanúrslitaleikirnir í heimsmeistaramótinu yrðu spilaðir, en sökum óstöðugs netsambands á mótsstað reyndist ómögulegt að halda mótinu áfram. Þrír leikir á milli CLG EU og World Elite þurftu að spilast aftur frá grunni eftir að netsamband rofnaði trekk í trekk. Eftir að þriðji leikurinn hafði dottið út sökum netörðugleika, og dagskrá mótsins þegar orðin rúmlega 6 tímum á eftir áætlun, var ákvörðun tekin um að fresta restinni af mótinu í óákveðin tíma, en leikirnir verða þó spilaðir einhvern tíman seinna í þessari viku.

Netverjar sem fylgdust með mótinu heiman frá sér voru margir hverjir orðnir óþreyjufullir eftir að hafa misst samband við hlaðvarp mótsins fjölmörgum sinnum, og voru samskiptavefir logandi af gagnrýni í garð Riot (Tölvuleikjafyrirtækið á bak við League of Legends) fyrir að vera of seinir að gefa upplýsingar um hvert vandamálið væri.

Þó virðist vera sem að þeir áhorfendur sem fóru á mótstaðinn sjálfan hafi skemmt sér konunglega þrátt fyrir tæknivesenið sem seinkaði mótinu. Einn notandi samskiptavefsins Reddit sem var staddur á mótinu hrósaði mótshöldurunum fyrir að takast á við vandamálið á mjög fagmannlegan máta: „Ég er á mótinu og Riot er að takast á við þetta á aðdáunarverðan hátt. Þeir eru búnir að kaupa upp alla nærliggjandi pítsustaði og hafa gefið öllum áhorfendum að borða. Starfsfólkið er að spjalla við hópinn og skemmta okkur með Jatt og Dman á sviðinu. Meira að segja spilararnir eru að blanda geði við áhorfendur. Vel gert Riot. Áhorfendurnir styðja ykkur!

Ljóst er að eitthvað hefur klikkað í tæknimálum mótsins og Riot munu eflaust læra mikið af þessu mistökum sínum. Þó á eftir að koma í ljós hvernig framhaldi mótsins verður háttað, en enn er óráðið hvort CLG EU eða World Elite komast áfram í fjögurra liða undanúrslitin til að spila við Azubu Frost, en þar eiga einnig Moscow 5 og Tapei Assasins eftir að kljást um sín sæti í úrslitaviðureigninni.

– KÓS

Deila efni

Tögg: ,


Upplýsingar um höfund:



Comments are closed.

Efst upp ↑