Author: Kristinn Ólafur Smárason

Aðdáendur gömlu góðu Sega Mega Drive tölvunnar hafa núna ástæðu til að fagna en Sega kynnti í vikunni nýjan leikjaframenda sem kallast Sega Mega Drive Classics Hub og mun vera aðgengilegur í gegnum Steam frá og með 28. apríl. Sega Mega Drive Classics Hub mun gefa spilurum aðgang að öllum klassísku leikjunum sem Mega Drive vélin hafði upp á að bjóða, ásamt útgáfum sem spilarar geta breytt og bætt í gegnum Steam Workshop umhverfið. Sega Mega Drive Classics Hub er sett upp með nýjum framenda sem birtist sem þrívítt og gagnvirkt herbergi í anda tíunda áratugarins þar sem spilarinn getur…

Lesa meira

Það er augljóst að fólk hefur mikinn áhuga á að spila Dark Souls utan hins stafræna miðils sem hann hefur hingað til aðeins verið aðgengilegur á. Fyrir fjórum dögum síðan var Kickstarter herferð sett í loftið þar sem hægt er að tryggja sér Dark Souls borðspil fyrir tæpar 15.000kr. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa þegar rúmlega 6000 manns tekið þátt í fjármögnuninni sem stendur nú í 88 milljónum króna, sem er um tífalt hærri fjárhæð en farið var fram á til að byrja verkefnið, en það takmark náðist aðeins 3 mínútum eftir að herferðin fór í loftið. Steamforged Games Ltd. eru hönnuðir spilsins en…

Lesa meira

Þann 6. maí næstkomandi mun EVE Online fagna 10 ára afmæli sínu. Í gegnum öll þessi ár hefur CCP tekist vel til við að halda leiknum ferskum með því að gefa út stórar viðbætur á um hálfs árs fresti. Á EVE Keynote stigu Jon Lander, Kristoffer Touborg og Andie Nordgren á svið og gáfu viðstöddum smá forsmekk af því sem koma skal með nítjándu viðbót EVE Online, sem mun bera nafnið Odyssey og kemur út í næsta mánuði. Geimskip, stríð og sprengingar Áður en farið var út í kynningu á því nýja efni sem Odyssey mun hafa í för með…

Lesa meira

Half Life 3, leikurinn sem hefur valdið hvað mestri eftirvæntingu innan leikjasamfélagsins á seinustu árum, hefur nú loks verið tilkynntur og mun koma út í september á þessu ári. Þessar fréttir komu óvænt fram síðastliðin laugardag í viðtali AG Entertainment við Gabe Newell, stofnanda og stjórnarformann Valve. Það hefur skapast hálfgerð hefð meðal fréttamiðla að spyrja Newell út í Half Life 3 í öllum viðtölum sem hann gefur kost á, en Newell hefur sjálfur haft orð á því að þessar spurningar hafi löngum farið í taugarnar á honum, enda hefur svarið alltaf verið „Það er ekkert að frétta af Half…

Lesa meira

Starcraft 2 spilarinn Jökull Jóhannsson, betur þekktur undir spilaranafninu Kaldi, skrifaði nýverið undir samning við breska liðið Team Infused. Team Infused er breskt atvinnulið og er þegar með nokkra góða Starcraft 2 spilara innanborðs, en einnig halda þeir úti liðum í öðrum leikjum eins og League of Legends, Counter-Strike: Global Offensive og Dota 2. Kaldi mun spila Starcraft 2 fyrir hönd Team Infused á Multiplay mótinu í Bretlandi í lok mars, og einnig á Dreamhack mótinu í Svíþjóð í júní. Kaldi hefur þegar getið sér gott orð í Starcraft 2 heiminum, en hann spilar í evrópsku Grandmaster deildinni og sigraði…

Lesa meira

Það gerist ekki oft að Star Trek sé tengt við íþróttir. Þvert á móti eru íþróttir eflaust það seinasta sem manni dettur í hug þegar Star Trek er nefnt á nafn. Grafíski hönnuðurinn Mich Palmer lét það ekki aftra sér, heldur fór hann að velta fyrir sér hvernig liðsmerki hinar fjölmörgu geimverutegundir og alheimsþjóðir sem byggja Star Trek heiminn myndu hafa, ef þær hittust á boltavelli í stað geimskipaorrustu. Niðurstaða hans er bæði glæsileg og sprenghlægileg, en hér fyrir neðan má sjá 13 liðsmerki sem geimverurnar í Star Trek heiminum myndu eflaust nota ef þær spiluðu bandarískan ruðning. Fyrir þá…

Lesa meira

Í dag hefst jólamót íslenskra League of Legends spilara, og mun það standa yfir næstu 3-4 dagana. Fyrstu leikir ættu að hefjast upp úr klukkan 18:00, en mótið verður spilað á Europe Nordic & East vefþjóninum þar sem flestir Íslendingar spila í dag. Jólamótið lítur út fyrir að ætla að verða stærsta íslenska League of Legends mót sem haldið hefur verið til þessa, enda eru 72 lið skráð til leiks, en í hverju liði eru fimm manns auk varamanna, þannig fjöldi skráðra þáttakenda er í kringum 400 manns. Vífill Valdimarsson, aðalskipuleggjandi jólamótsins, sagði að viðtökur íslenskra spilara á mótinu hefðu…

Lesa meira

Allir tölvuleikjaunnendur ættu að þekkja Super Mario leikina. Fyrsti leikurinn með bræðrunum Mario og Luigi, Mario Bros., kom út árið 1983, og því kemur þessi víðfræga tölvuleikjasería til með að fagna 30 ára afmæli sínu í júní á næsta ári. Mario Bros. náði þó aldrei miklum vinsældum. Það var ekki fyrr en Super Mario Bros. kom út í september árið 1985 sem serían tók á flug, en sá leikur er mest seldi Mario leikurinn, og í þokkabót einn af mest seldu tölvuleikjum allra tíma, með rúmlega 40 milljón eintök seld á heimsvísu. Super Mario Bros. var vinsælasti tölvuleikur síns tíma.…

Lesa meira

Á morgun hefjast úrslit mótsins sem margir aðdáendur Blizzard tölvuleikja hafa beðið eftir, en það mun vera Battle.net heimsmeistaramótið í Starcraft II og World of Warcraft: Arena, sem er haldið í Shanghai í Kína. Rúmlega 600 spilarar frá 60 mismunandi þjóðum hafa tekið þátt í mótinu til þessa, en nú standa aðeins 32 Starcraft II spilarar og 30 World of Warcraft: Arena spilarar eftir. Ljóst er að hart verður barist í úrslitaviðureignum mótsins, enda er samanlagt verðlaunafé mótsins hvorki meira né minna en 500.000$ (64 milljónir króna), og hafa spilararnir því til mikils að vinna. Í Starcraft II hluta mótsins…

Lesa meira