Author: Daníel Rósinkrans

Hellblade: Senua’s Sacrifice er klárlega einn af betri leikjum ársins 2017, allavega að mati undirritaðs. Hönnuðir leiksins, Ninja Theory, hafa birt nýtt myndband sem fer yfir lítinn hluta af ótal skilaboðum sem fyrirtækinu hafa borist eftir útgáfu leiksins. Um er að ræða þakkarbréf af ýmsum toga þar sem einstaklingar sem hafa glímt við geðræna sjúkdóma þakka fyrir sig vegna nálgunar leiksins á geðsjúkdómum. „Ég hef aldrei vitað hvernig ég á að lýsa því sem gerist í huganum mínum, þið hafið sett saman orð og myndir sem sýna hvernig mér líður.“ Textinn hér til hægri er eitt af mörgum skilaboðum sem…

Lesa meira

Nintendo leikjarisinn hefur ákveðið að hefja framleiðslu á NES mini leikjatölvunni á nýjan leik næsta sumar. Margir aðdáendur NES vélarinnar sátu eftir með sárt ennið þar sem Nintendo framleiddu vélina aðeins í takmörkuðu upplagi. Að svo stöddu virðist eingöngu vera hægt að næla sér í vélina á uppsprengdu verði, tvöfalt eða jafnvel þrefalt dýrari en hún átti upprunalega að kosta. Engin dagsetning hefur verið gefin upp enn þá, en búast má við að NES mini komi í verslanir sumarið 2018. Á næstu vikum fer SNES mini í sölur þar sem vélin virðist ætla fara í sama farveg og NES mini.…

Lesa meira

Indie leikjaveislan heldur áfram á Nintendo Switch á komandi mánuðum. Nintendo héldu „Nindies Showcase Summer 2017“ kynningu rétt í þessu sem sýnir úr væntanlegum indie leikjum fyrir Nintendo Switch leikja-/spjaldtölvuna knáu. Þar voru að finna flotta leiki á borði við Steam World Dig 2, Shovel Knight: King of Cards, Golf Story, Mulaka og síðast en ekki síst, No More Heroes: Travis Strikes Again. Það er virkilega gaman að sjá stefnu Nintendo í indie málunum. Nintendo Switch er frábær leikjatölva til að halda utan um indie leikina, hvort sem þeir eru spilaðir heima í stofu eða á ferðinni. Hér fyrir neðan er svo stutt myndband…

Lesa meira

Eftir margra ára fjarveru er Crash Bandicoot mættur aftur til leiks í „nýjum þríleik“ er kallast Crash Bandicoot N Sane Trilogy fyrir PlayStation 4. Fyrstu þrír leikirnir, Crash Bandicoot, Cortex Strikes Back og Warped hafa allir verið endurgerðir frá grunni og eru gefnir út saman í einum pakka. Fyrir þá sem þekkja ekki til Bandicoot leikjanna er hér á ferðinni dæmigerður hopp og skopp leikur sem gengur út að sigra borð með því að tækla hinar ýmsar raunir sem verða í vegi fyrir spilaranum. Eftir að hafa lokið við fimm borð kemur svo að endakarli sem eru mis erfiðir og…

Lesa meira

Nintendo hefur staðfest komu Super Nintendo Entertainment System Classic Mini útgáfu. Miðað við hvað gekk illa að afgreiða NES Mini eftir pöntunum kemur svolítið óvart að Nintendo ætli sér aftur að fara þessa leið með SNES Mini. SNES útgáfan mun innihalda 21 leiki sem koma uppsettir með tölvunni, þar á meðal Starfox 2 sem hefur aldrei verið gefinn út áður. Aðrir leikir á borð við Donkey Kong Country, F-ZERO, Contra III: The Alien Wars, The Legend of Zelda: A Link to the Past, Super Mario World og fleiri gersemar munu fylgja með á vélinni. Ásamt leikjunum mun SNES mini koma…

Lesa meira

Nýjasti leikurinn frá Nintendo leikjarisanum ku vera slagsmálaleikur sem ber hið einfalda nafn ARMS. Arms kom út fyrir Nintendo Switch leikjatölvuna um miðjan júní mánuð og gengur út á að sigra andstæðinga á leikvangi með alls konar uppátækjum. Spilarar byrja á því að fara í gegnum stutta þjálfun sem kennir þeim á helstu atriði leiksins. Stjórnkerfi leiksins er frekar einfalt við fyrstu sýn sem verður svo erfitt að ná fullkomum tökum á. Hægt er að velja á milli hreyfiskynjun (motion control) Joy-Con stýripinnana eða hefðbundna fjarstýringu. Skipanir á borð við „að kýla“, sveigja frá, stökkva, verja sig eða grípa andstæðingana…

Lesa meira

Það sem stóð mest upp úr Nintendo kynningunni þetta árið var klárlega Super Mario Odyssey fyrir Nintendo Switch. Leikurinn hefur áður verið kynntur en fékk þó glænýtt myndband sem vekur upp alls kyns skemmtilegar spurningar varðandi hann. Ekki skemmir fyrir að leikurinn er væntanlegur síðar á þessu ári, þann 27. október sem á eftir að gleðja marga Nintendo aðdáendur. Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017 Við ætlum ekki að hafa þetta neitt lengra og leyfa stiklunni hér fyrir neðan að njóta sín. Gjörið svo vel.

Lesa meira

Rocket League ætti núna að vera til á flestum heimilum, eða rúmlega það. Í lok þessa árs gefst svo Nintendo spilurum tækifæri til að næla sér í gripinn fyrir Nintendo Switch. Leikurinn mun innihalda alla þá þætti sem einkenna Rocket League spilunina ásamt nýjum hlutum sem verða aðeins fáanlegir í Nintendo útgáfunni. Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017

Lesa meira

Rétt áður en The Legend of Zelda: Breath of the Wild kom út hófu Nintendo sölu á árstíðarpassa fyrir gripinn. Passinn innihélt tvö efni, The Master Trials og The Campion’s Ballad sem koma út á þessu ári. The Master Trials pakkinn skartar nýjum áskorunum sem og nýjum búningum fyrir Link. Þá verður einnig opnað fyrir Hero Mode sem mun gera leikinn ennþá erfiðari fyrir vikið. The Campion’s Ballad mun einblína á hetjurnar fjórar sem koma við sögu í sjálfum leiknum. Þá verður ný saga skrifuð í kringum þær sem mun gera upplifunina ennþá betri fyrir Breath of the Wild unnendur.…

Lesa meira

Metroid Prime 4 er í vinnslu fyrir Nintendo Switch! Því miður fengum við ekki að sjá neitt úr honum, líklegast vegna þess að leikurinn er ekki kominn nógu langt á leið. Sama má segja um nýja Pokémon leikinn fyrir Switch. Tsunekazu Ishihara frá Pokémon Company staðfesti nýjan leik fyrir Nintendo Switch. Um er að ræða nýjan Pokémon hlutverkaleik sem við munum ekki fá að sjá fyrr en á næsta ári. Þetta eru sannarlega gleði fréttir fyrir Metroid og Pokémon aðdáendur. Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017

Lesa meira