Fréttir

Birt þann 30. ágúst, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

Nintendo kynna væntanlega indie leiki fyrir Switch

Indie leikjaveislan heldur áfram á Nintendo Switch á komandi mánuðum.

Nintendo héldu „Nindies Showcase Summer 2017kynningu rétt í þessu sem sýnir úr væntanlegum indie leikjum fyrir Nintendo Switch leikja-/spjaldtölvuna knáu. Þar voru að finna flotta leiki á borði við Steam World Dig 2Shovel Knight: King of Cards, Golf Story, Mulaka og síðast en ekki síst, No More Heroes: Travis Strikes Again.

Það er virkilega gaman að sjá stefnu Nintendo í indie málunum. Nintendo Switch er frábær leikjatölva til að halda utan um indie leikina, hvort sem þeir eru spilaðir heima í stofu eða á ferðinni.

Hér fyrir neðan er svo stutt myndband af þeim leikjum sem eru væntanlegir fyrir Switch. Hægt er að horfa á kynninguna í heild sinni með því að smella „hér“.

 

Deila efni

Tögg: , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑