Fréttir

Birt þann 13. júní, 2017 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

E3 2017: Metroid Prime 4 staðfestur fyrir Switch, einnig nýr Pokémon leikur

Metroid Prime 4 er í vinnslu fyrir Nintendo Switch!

Því miður fengum við ekki að sjá neitt úr honum, líklegast vegna þess að leikurinn er ekki kominn nógu langt á leið. Sama má segja um nýja Pokémon leikinn fyrir Switch. Tsunekazu Ishihara frá Pokémon Company staðfesti nýjan leik fyrir Nintendo Switch. Um er að ræða nýjan Pokémon hlutverkaleik sem við munum ekki fá að sjá fyrr en á næsta ári.

Þetta eru sannarlega gleði fréttir fyrir Metroid og Pokémon aðdáendur.

Tengt efni: Fleiri fréttir frá E3 2017

Deila efni

Tögg: , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑