Author: Daníel Rósinkrans

Líkt og með Tomb Raider og Just Cause 4 höfðu Square Enix áður sýnt væntanlegt efni úr leikjunum sínum á öðrum E3 kynningum. Microsoft fengu til að mynda þann heiður að sýna nýja stiklu fyrir Kingdom Hearts 3 og staðfestu komu leiksins fyrir Xbox One leikjatölvurnar. Aðdáendur Kingdom Hearts geta þó farið að anda léttar því gripurinn er loksins kominn með staðfestan útgáfudag. Upprunalega átti leikurinn að koma út á þessu ári en hefur nú fengið nýjan útgáfudag. Kingdom Hearts 3 er væntanlegur snemma á næsta ári þann 29. janúar 2019 fyrir PlayStation 4 og Xbox One. Hér fyrir neðan…

Lesa meira

Square Enix héldu E3 blaðamannafund fyrr í dag þar sem þeir sýndu frá væntanlegum leikjum frá fyrirtækinu. Það helsta sem stóð upp úr var nýtt sýnishorn fyrir Shadow of the Tomb Raider og Just Cause 4 sem eru væntanlegir síðar á þessu ári. Sýnishorn fyrir Shadow of the Tomb Raider: Shadow of the Tomb Raider er væntanlegur 14. september á þessu ári. Á heildina litið var kynningin frekar döpur þar sem þeir höfðu ekkert nýtt efni handa okkur. Just Cause 4 fékk hins vegar ýtarlegri kynningu þar sem veðurkerfi leiksins mun koma til með að hafa áhrif á spilun leiksins…

Lesa meira

Monster Hunter leikjaserían hefur verið gangandi í meira en áratug, eða síðan samnefndur leikur kom fyrst út árið 2004 fyrir PlayStation 2. Leikirnir hafa komið út á ýmsum leikjatölvum, einkum PlayStation og Nintendo, og hafa verið að gera góða hluti síðan, sérstaklega í Japan. Í lok janúar á þessu ári kom út nýr titill í seríunni: Monster Hunter: World fyrir PlayStation 4 og Xbox One. Síðan þá hefur leikurinn selst í nær sex milljón eintökum um heim allan og er bæði söluhæsti og sá hraðasti til að seljast hjá Capcom til þessa. Við hjá Nörd Norðursins fengum gripinn í hendurnar og höfum…

Lesa meira

Nintendo Switch leikjatölvan mun loksins fá nýja veitu er kallast Nintendo Switch Online í september á þessu ári. Frá því að leikjatölvan kom út síðastliðinn mars hefur aðeins verið hægt að versla leiki í gegnum eShop verslun vélarinnar sem og spila örfáa leiki. Árgjaldið fyrir Switch Online verður 20 Bandaríkjadalir, (um 2.000kr íslenskar) sem er töluvert ódýrara en PlayStation Plus áskriftin $60 (6.200kr). Einnig verður í boði að borga fyrir þjónustuna mánaðarlega með $4 eða þrjá mánuði í senn, sem mun kosta $8. Nýr Mario Kart leikur, Mario Kart Tour, er væntanlegur fyrir snjallsíma fyrir næsta uppgjör fyrirtækisins, sem þýðir…

Lesa meira

Um miðjan ágústmánuð síðastliðinn kom út splunkunýr Sonic leikur er kallast Sonic Mania. Sega leikjafyrirtækið hefur lengi reynt að koma honum aftur á vinsældalistann með því að endurvekja „töfrana“ með misheppnuðum tilraunum. Nú er hann loksins mættur aftur í gamla góða tvívíddar-umhverfið þar sem markmiðið er að fara frá A til B og sigra endakarla í öðru hverju borði. Hvernig Sega hefur tekist að meðhöndla gripinn er auðvitað spurningin sem við reynum að svara hér fyrir neðan. Það var Nintendo Switch útgáfan sem var spiluð fyrir þessa gagnrýni. Saga Sonic leikjanna hefur alltaf verið jafn þunn eins og flest allir…

Lesa meira

Næsti leikur í God of War seríunni er væntanlegur 20. apríl næstkomandi fyrir PS4. Leikurinn nefnist einfaldlega God of War og hefur verið í framleiðslu hjá Santa Monica Studios í þó nokkurn tíma. Að þessu sinni tekur leikjaserían allt aðra stefnu en áður þar sem nýji God of War líkist meira þriðjupersónu hasar-/ævintýraleik, í stað „hack & slash“ líkt og fyrri leikir Leikurinn gegnur út á samband Kratos og sonar síns þar sem feðgarnir heimsækja heim norrænu goðafræðinnar þar sem alls kyns öfl munu verða í vegi fyrir þeim. Hér fyrir neðan má sjá nýja stiklu sem fyrirtækið gaf út í…

Lesa meira

Nýjasti leikurinn í Super Mario seríunni, Super Mario Odyssey, kom út fyrir Nintendo Switch leikjatölvuna síðastliðinn október og hefur fengið frábærar viðtökur. Meira en sjö ár eru liðin frá því Mario skartaði sínum eiginn þrívíddarleik, (Super Mario 3D World leikirnir eru þá ekki teknir með í reikninginn). Á þeim hvílir alltaf ákveðin pressa þar sem leikirnir hafa ávallt kynnt til sögunnar nýjungar í spilun sem setur leikina á háan stall, að minnsta kosti ofar en aðrir 3D hopp og skopp leikir. Hefur Mario tekist að viðhalda titlinum eftir öll þessi ár? Sjáum nú til. Nú er Mario tími!  Ef einhver…

Lesa meira

Síðustu nótt fór fram The Game Awards 2017 verðlaunaafhendingin þar sem margir frábærir leikir, leikjafyrirtæki og aðrir hönnuðir fengu viðurkenningu fyrir vel unnin störf. Þetta árið hlaut The Legend of Zelda: Breath of the Wild verðlaun fyrir leik ársins. Leikurinn hlaut einnig viðurkenningar fyrir besta leikstjórnina og besti hasar/ævintýra-leikurinn. Það var virkilega gamana að sjá Hellblade: Senua’s Sacrifice fá verðlaun fyrir bestu hljóðsamsetninguna, bestu frammistöðuna og áhrifamesti leikur 2017. Leikurinn á það vel skilið. Hér fyrir neðan er svo hægt að sjá allar tilnefningarnar í hverjum flokki fyrir sig. Titlarnir merktu feitletruðu voru þeir sem hlutu svo verðlaunin í tilheyrandi…

Lesa meira

Hin árlega verðlaunaafhending The Game Awards 2017 fer senn að renna í garð og hafa tilnefningarnar loksins verið birtar. Viðburðurinn verður sýndur í beinni útsendingu á helstu leikjaveitum þann 7. desember næstkomandi. Undanfarin ár hafa leikjaframleiðendur, útgefendur þeirra og aðrir leikjaunnendur brugðið fyrir með ýmsum uppákomum sem vert er að fylgjast með. Við hjá Nörd Norðursins munum fylgjast með útsendingunni og færa ykkur nýjustu fréttir þegar að henni kemur. Það er virkilega áhugavert að sjá leik eins og PlayerUnknown’s Battlegrounds fá nokkrar tilnefningar þar sem leikurinn hefur ekki enn þá verið formlega gefinn út. Eða hvað finnst ykkur? Hér fyrir neðan…

Lesa meira

Laugardaginn 18. nóvember mun Lúðrasveitin Svanur halda tónleika í Hörpunni þar sem tölvuleikjatónlist verður spiluð fyrir áhorfendur. Þetta er í annað sinn sem lúðrasveitin heldur slíka tónleika eftir velheppnaðan viðburð haustið 2013. Viðburðurinn nefnist einfaldlega „Tölvuleikjatónlist“ þar sem tónlist úr þekktum leikjum á borð við Fallout 4, Monkey Island, Portal, The Legend of Zelda, Super Mario Bros., Kingdom Hearts, World of Warcraft og fleira verður spiluð fyrir gesti. Tónleikarnir verða haldnir í Norðurljósum Hörpu og kostar miðinn litlar 2.000kr. Börn og unglingar frá aldrinum 11 til 17 ára fá miðann á 1.000kr sem er frábært fyrir fjölskylduna. Nánar um viðburðinn…

Lesa meira