Fréttir

Birt þann 1. febrúar, 2018 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

Nintendo Switch Online, nýr Mario Kart og Mario teiknimynd

Nintendo Switch leikjatölvan mun loksins fá nýja veitu er kallast Nintendo Switch Online í september á þessu ári. Frá því að leikjatölvan kom út síðastliðinn mars hefur aðeins verið hægt að versla leiki í gegnum eShop verslun vélarinnar sem og spila örfáa leiki.

Árgjaldið fyrir Switch Online verður 20 Bandaríkjadalir, (um 2.000kr íslenskar) sem er töluvert ódýrara en PlayStation Plus áskriftin $60 (6.200kr). Einnig verður í boði að borga fyrir þjónustuna mánaðarlega með $4 eða þrjá mánuði í senn, sem mun kosta $8.

Nýr Mario Kart leikur, Mario Kart Tour, er væntanlegur fyrir snjallsíma fyrir næsta uppgjör fyrirtækisins, sem þýðir að leikurinn mun koma einhvern tímann út milli mars 2018 og mars 2019. Engar upplýsingar hafa fengist um gripinn að svo stöddu. Þetta er í fyrsta skipti sem Nintendo staðfestir Mario Kart leik fyrir snjallsíma.

Nú þegar hafa komið út Super Mario Run, Animal Crossing og Fire Emblem leikir fyrir snjallsíma.

Að lokum er gaman að minnast á að Nintendo hafa loksins landað samningi fyrir væntanlega Super Mario teiknimynd.

Að lokum er gaman að minnast á að Nintendo hafa loksins landað samningi fyrir væntanlega Super Mario teiknimynd. Samstarfsaðilar þeirra við gerð kvikmyndarinnar eru engir aðrir en Illumination Entertainment, sem hafa fært okkur hingað til Minions og Despicable Me teiknimyndirnar.

Teiknimynd um kappann knáa hefur lengi verið teikniborðinu en nú virðist ferlið loksins verið að mjakast áfram. Hönnuður Mario leikjanna, Shigeru Miyamoto og Chris Meledandir, hönnuður Minions munu vinna saman að teiknimyndinni sem framleiðendur hennar.

Líkt og með Mario Kart Tour er ekkert vitað um kvikmyndina að svo stöddu. Miðað við hverjir sjá um framleiðslu hennar virðist hún þó vera í góðum höndum og gæti komið mjög vel út ef rétt er farið að.

Deila efni

Tögg: , , , , , , , , ,


Upplýsingar um höfund:



Efst upp ↑