Fréttir Square Enix Logo

Birt þann 11. júní, 2018 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

E3 2018: Meira efni úr Tomb Raider og Just Cause 4

Square Enix héldu E3 blaðamannafund fyrr í dag þar sem þeir sýndu frá væntanlegum leikjum frá fyrirtækinu. Það helsta sem stóð upp úr var nýtt sýnishorn fyrir Shadow of the Tomb Raider og Just Cause 4 sem eru væntanlegir síðar á þessu ári.

Sýnishorn fyrir Shadow of the Tomb Raider:

Shadow of the Tomb Raider er væntanlegur 14. september á þessu ári.

Á heildina litið var kynningin frekar döpur þar sem þeir höfðu ekkert nýtt efni handa okkur. Just Cause 4 fékk hins vegar ýtarlegri kynningu þar sem veðurkerfi leiksins mun koma til með að hafa áhrif á spilun leiksins á skemmtilegan hátt.

Just Cause 4 kemur út fyrir allar helstu leikjatölvur, ( fyrir utan Switch ) þann 4. desember 2018.

 

 

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑