Fréttir Kingdom Hearts 3 logo

Birt þann 11. júní, 2018 | Höfundur: Daníel Rósinkrans

E3 2018: Kingdom Hearts 3 er væntanlegur á PS4 og Xbox One 29. janúar 2019

Líkt og með Tomb Raider og Just Cause 4 höfðu Square Enix áður sýnt væntanlegt efni úr leikjunum sínum á öðrum E3 kynningum. Microsoft fengu til að mynda þann heiður að sýna nýja stiklu fyrir Kingdom Hearts 3 og staðfestu komu leiksins fyrir Xbox One leikjatölvurnar.

Aðdáendur Kingdom Hearts geta þó farið að anda léttar því gripurinn er loksins kominn með staðfestan útgáfudag. Upprunalega átti leikurinn að koma út á þessu ári en hefur nú fengið nýjan útgáfudag. Kingdom Hearts 3 er væntanlegur snemma á næsta ári þann 29. janúar 2019 fyrir PlayStation 4 og Xbox One.

Hér fyrir neðan er svo stiklan sem var sýnd á Square Enix kynningunni fyrr í dag.

Deila efni

Tögg: , , , , ,


Upplýsingar um höfund:Efst upp ↑