Nýju litirnir eru: svartur (midnight black), bleikur (nova pink), blár (starlight blue), rauður (cosmic red) og fjólublár (galactic purple). Um það bil eitt ár er liðið frá útgáfu PlayStation 5 og hefur tölvan hingað til eingöngu verið fáanleg í upprunalega hvíta litnum. Sony hefur nú ákveðið að uppfæra litavalið þar sem PS5 eigendur geta á næstunni keypt lituð hulstur aukalega á tölvuna. Hulstrin verða fáanleg á báðar gerðir leikjatölvunnar, PlayStation 5 og PlayStation 5 Digital Edition. Nýju litirnir eru: svartur (midnight black), bleikur (nova pink), blár (starlight blue), rauður (cosmic red) og fjólublár (galactic purple). Ekki er mikið mál að…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Nörd Norðursins hefur valið fimm bestu tölvuleiki ársins 2021. Listann er hægt að skoða í hér fyrir neðan. Í dómnefnd Nörd Norðursins þetta árið sat undirritaður, Bjarki Þór, ásamt þeim Daníel Rósinkrans og Sveini Aðalsteini. Einhugur ríkti um hvaða leikur ætti heima í fyrsta sætinu í ár en skiptar skoðanir voru um önnur sæti á listanum. Fjallað var um topplistann og tölvuleikina fimm í þrítugasta og sjötta þætti af Leikjavarpinu, hlaðvarpsþætti Nörd Norðursins. Fjölmargir vel heppnaðir tölvuleikir koma út ár hvert en þessir fimm leikir þykja hafa náð að skara fram úr með einhverjum hætti að mati dómefndar. Þess má…
Vilhelm Smári Ísleifsson, verkefnastjóri hjá tölvuleikjafyrirtækinu Capcom í Japan, heimsótti á dögunum Super Nintendo World skemmtigarðinn með fjölskyldu sinni. Hann deildi nokkrum skemmtilegum myndum frá heimsókninni á Nintendo Ísland á Facebook og í framhaldinu settum við okkur í samband við Vilhelm og spurðum hann nánar út í ferð sína í skemmtigarðinn. Það má því segja að Super Nintendo World sé einskonar Disney World Nintendo-spilarans. Þess má geta að þá tók Shigeru Miyamoto, skapari Marios, þátt í því að hanna Super Nintendo World skemmtigarðinn. Super Nintendo World er fyrsti skemmtigarður sinnar tegundar en áform eru um að opna fleiri staði á…
Game Makers Iceland (GMI), grasrótarhreyfing innan tölvuleikjasamfélagsins á Íslandi, heldur tveggja vikna leikjadjamm (eða Game Jam eins og það kallast á ensku) sem hefst í dag. Á leikjadjammi keppir áhuga- og fagfólk á sviði leikjahönnunar og tölvuleikjagerðar um að búa til nýja leiki á stuttum tíma og þá gjarnan út frá ákveðnum reglum eða þema Þema leikjadjammsins er: JUICE Leikjadjammið hefst kl. 9:00 föstudaginn 3. desember og því lýkur föstudaginn 17. desember kl. 22:00. Leikjadjammið hefst kl. 9:00 föstudaginn 3. desember og því lýkur föstudaginn 17. desember kl. 22:00. Þetta þykir óvenju langur tími fyrir leikjadjamm sem yfirleitt stendur yfir…
Íslenski tölvuleikurinn NUTS kom í verslanir fyrr á árinu og er nú fáanlegur á Apple Arcade, PC og Nintendo Switch. Leikurinn var fyrst gefinn út í desember í fyrra á Apple Arcade og 4. febrúar síðastliðinn kom leikurinn út á Nintendo Switch og PC. Hægt að nálgast PC útgáfu leiksins á Steam, Humble Store og itch.io. NUTS var fjármagnaður af Apple Arcade og gefinn út af Noodlecake sem hefur einnig gefið út leikina Alto’s Odyssey, Golf Blitz og Getting Over It with Bennett Foddy. NUTS er fyrstu persónu ráðgátuleikur sem gerist í fjarlægum skógi. Þú færð það verkefni í hendurnar…
Suður-Kóresku sjónvarpsþættirnir Squid Game hafa náð gríðarlegum vinsældum á stuttum tíma. Þættirnir hófu göngu sína á Netflix þann 17. september síðastliðinn og síðan þá hafa fleiri en 142 milljónir manns horft á þættina sem gerir þáttaröðina að þeirri vinsælustu sem sýnd hefur verið á Netflix (BBC News). Í þáttunum keppa keppendur í þekktum suður-kóreskum barnaleikjum í von um að vinna vegleg verðlaun. En hvað ef sögusviðið væri Ísland? Í hvaða leikjum væri þá keppt? Athugið að allir leikirnir í fyrstu þáttaröð af Squid Game eru listaðir upp hér fyrir neðan svo ef þú hefur ekki horft á þættina og vilt…
Hægt er að sjá sýnishorn úr leiknum hér fyrir neðan sem sýnir brot úr Think About Things atriðinu þar sem álfar dansa við lagið. Fimmtudaginn fjórða nóvember næstkomandi kemur dansleikurinn Just Dance 2022 í verslanir. Leikurinn inniheldur fjölbreyttan lagalista og er þar meðal annars að finna lagið Think About Things með Daða and Gagnamagninu, sem var framlag Íslands til Eurovision árið 2020. Hægt er að sjá sýnishorn úr leiknum hér fyrir neðan sem sýnir brot úr Think About Things atriðinu þar sem álfar dansa við lagið. Íslenski tónlistarmaðurinn Daði Freyr hefur áður komist í fréttirnar vegna tölvuleikja, þar á meðal…
Are you on your way to visit Reykjavik and not sure where to start or what to check out? No worries, we at Nörd Norðursins (Nerds from the North) got you covered! We have listed the most noteworthy spots in our opinion in Reykjavik and nearby suburbs for geeks to visit. We got some geeky art, special events, esport centers, VR, carefully selected cinemas and shops! All in one place. Please feel free to share and enjoy! Is something missing on the map? Contact us and we’ll fix that.
„Glaumgosi á heimsmælikvarða og leyniþjónustumaður í hlutastarfi frá sjöunda áratugnum vaknar til lífsins eftir að hafa legið í lághitadvala í tvær aldir. Tíminn er komið að því að berjast við nýja tegund óvina – Reapers!“ Með þessum hætti kynnir eli_handle_b․wav á YouTube myndbandið sitt þar sem hann hefur blandað saman hinum fræga Austin Powers við Mass Effect tölvuleikin og er óhætt að segja að útkoman sé stórskemmtileg. Á YouTube-rás eli_handle_b․wav er að finna fleiri samblöndur, þar á meðal þegar Patrick Bateman úr American Psycho mætir í Fallout og Walter White úr Breaking Bad heimsækir City 17 í Half-Life
FIFA fótboltaleikurinn kemur árlega út og nú í byrjun október kom sá nýjasti, FIFA 22, í verslanir. Leikirnar hafa yfirleitt náð að standast væntingar FIFA spilara og þannig náð að gera flesta ánægða – en þó aldrei alla. Í ár er engin breyting þar á. Leikurinn býður upp á fjölbreytta spilun þar sem flestir eiga að geta fundið eitthvað við sitt hæfi; FUT fyrir þá sem vilja setja saman sitt eigið lið, Career Mode fyrir þá sem vilja stjórna fótboltaliði eða rísa á toppinn sem fótboltastjarna í Player Career, Volta fyrir þá sem vilja spila götubolta og fíluðu FIFA Street…