Verðlaunaafhending norrænu tölvuleikjaverðlaunanna Nordic Game Awards 2022 fór fram fimmtudaginn síðastliðinn á Nordic Game ráðstefnunni í Malmö, Svíþjóð. Returnal, It Takes Two, Valheim og NUTS voru meðal þeirra leikja sem voru verðlaunaðir. NUTS hlaut verðlaun í flokkinum besti leikurinn á litlum skjá (Nordic Game of the Year: Small Screen). NUTS flokkast sem íslenskur tölvuleikur en hann er framleiddur af fimm manna teymi og þar af eru tveir í teyminu frá Íslandi, þeir Jonatan Van Hove (Joon) og Torfi Ásgeirsson. NUTS hlaut verðlaun í flokknum besti leikurinn á litlum skjá (Nordic Game of the Year: Small Screen). Fyrirkomulagið á afhendingunni var…
Author: Bjarki Þór Jónsson
Tölvuleikjahönnuðir hafa snúið bökum saman vegna innrásar Rússa í Úkraínu og hafa hrint af stað hjálparsöfnun. Um er að ræða sérsmíðaðan tölvuleikjapakka sem inniheldur alls 992 tölvuleikjatitla sem er andvirði í kringum 860.000 kr. Þessi tæplæega þúsund titla leikjapakki fæst nú á 1.400 kr, eða 10 Bandaríkjadali, en kaupendur geta keypt pakkann á dýrara verði óski þeir eftir því að veita samtökunum hærri styrk. Ágóði sölunnar rennur til samtakanna International Medical Corps sem veitir Úkraínumönnum læknisaðtoð og Voices of Children sem aðstöðar börn við að ráða við ýmiskonar áföll sem þau verða fyrir vegna stríðsins. Nú þegar hafa safnast yfir…
Horizon Forbidden West er opinn hasar- og ævintýraleikur frá hollenska leikjafyrirtækinu Guerrilla Games. Leikurinn kom í verslanir 18. febrúar síðastliðinn og er eingöngu fáanlegur á PlayStation 4 og PlayStation 5 leikjatölvurnar. Fyrri Horizon leikurinn, Horizon Zero Dawn frá árinu 2017, þótti einstaklega vel heppnaður og hlaut lof gagnrýnenda. Til að mynda gáfum við hjá Nörd Norðursins leiknum fjórar stjörnur af fimm mögulegum og endaði leikurinn einnig á lista yfir bestu leiki ársins 2017. Það er því ekkert skrítið að margir hafa beðið spenntir eftir framhaldinu og krossa nú fingur að leikurinn standist væntingar. Söguríkur leikur Horizon Forbidden West er beint…
Þú hér?! Hvernig komstu hingað?? Sástu ekki bannskiltið fyrir framan innganginn? Ertu viss um að þú viljir vera hérna? Ég er ekki svo viss… Sérðu X-ið þarna uppi í horninu á vafranum þínum? Viltu ekki bara smella snöggvast á það og loka glugganum? Það er þér fyrir bestu. Því að því minna sem þú veist um leikinn Inscryption, því betra fyrir þig. FARÐU SEGI ÉG! Ertu enn hér? Þú hlýtur að vera ansi forvitinn um þennan blessaða leik. Jæja þá. Fyrst þú eeendilega vilt. Ég skal segja þér aðeins frá Inscryption, en bara aðeins. Mig langar mikið að tala um…
Death’s Door er þriðju persónu hasar- og ævintýraleikur frá Acid Nerve, tveggja manna indíteymi frá Manchester, Englandi. Acid Nerve hafa hingað til verið þekktastir fyrir leikinn Titan Souls sem kom út árið 2015 og fékk nokkuð góða dóma. Nýjasti leikurinn þeirra, Death’s Door, er fáanlegur á PC, PlayStation 4, PlayStation 5, Nintendo Switch, Xbox One og Xbox Series X/S og sér Devolver Digital um útgáfu leiksins. Í Death’s Door stjórnar spilarinn kráku sem þarf að safna sálum fyrir yfirmann sinn, stóru krákuna. Í upphafi leiks er skrifstofusvæði kynnt til sögunnar sem er eins konar miðstöð þar sem tekið er á…
Alls bárust 95 atkvæði þar sem It Takes Two hlaut langflest atkvæði, eða alls 24, sem er um fjórðungur allra atkvæða. Dagana 9. – 17. desember hélt Nörd Norðursins kosningu á Facebook-síðu sinni þar sem lesendur fengu tækifæri til að velja besta tölvuleik ársins 2021. Alls bárust 95 atkvæði þar sem It Takes Two hlaut langflest atkvæði, eða alls 24, sem er um fjórðungur allra atkvæða. Leikurinn hefur notið mikilla vinsælda og þykir einstaklega vel heppnaður tveggja manna samvinnuleikur. It Takes Two var einnig valinn leikur ársins á The Game Awards 2021 og lenti í öðru sæti yfir bestu leiki…
Í seinasta mánuði var dansleikurinn Just Dance 2022 frá Ubisoft gefinn út á Nintendo Switch, PlayStation 4, PlayStation 5, Xbox One, Xbox Series X/S og Stadia. Just Dance leikirnar hafa náð miklum vinsældum undanfarin ár þar sem spilarar fá tækifæri til að dansa af sér rassinn með undirspili vinsælla laga. Minniháttar breytingar eigi sér yfirleitt stað á milli ára í Just Dance leikjaseríunni en í grunninn ganga þeir allir út á það sama, að herma eftir danssporum dansaranna sem birtast á skjánum og safna sem flestum stigum. Við skulum draga dansskóna fram og skoða hvað það stendur upp úr í…
Nýju litirnir eru: svartur (midnight black), bleikur (nova pink), blár (starlight blue), rauður (cosmic red) og fjólublár (galactic purple). Um það bil eitt ár er liðið frá útgáfu PlayStation 5 og hefur tölvan hingað til eingöngu verið fáanleg í upprunalega hvíta litnum. Sony hefur nú ákveðið að uppfæra litavalið þar sem PS5 eigendur geta á næstunni keypt lituð hulstur aukalega á tölvuna. Hulstrin verða fáanleg á báðar gerðir leikjatölvunnar, PlayStation 5 og PlayStation 5 Digital Edition. Nýju litirnir eru: svartur (midnight black), bleikur (nova pink), blár (starlight blue), rauður (cosmic red) og fjólublár (galactic purple). Ekki er mikið mál að…
Nörd Norðursins hefur valið fimm bestu tölvuleiki ársins 2021. Listann er hægt að skoða í hér fyrir neðan. Í dómnefnd Nörd Norðursins þetta árið sat undirritaður, Bjarki Þór, ásamt þeim Daníel Rósinkrans og Sveini Aðalsteini. Einhugur ríkti um hvaða leikur ætti heima í fyrsta sætinu í ár en skiptar skoðanir voru um önnur sæti á listanum. Fjallað var um topplistann og tölvuleikina fimm í þrítugasta og sjötta þætti af Leikjavarpinu, hlaðvarpsþætti Nörd Norðursins. Fjölmargir vel heppnaðir tölvuleikir koma út ár hvert en þessir fimm leikir þykja hafa náð að skara fram úr með einhverjum hætti að mati dómefndar. Þess má…
Vilhelm Smári Ísleifsson, verkefnastjóri hjá tölvuleikjafyrirtækinu Capcom í Japan, heimsótti á dögunum Super Nintendo World skemmtigarðinn með fjölskyldu sinni. Hann deildi nokkrum skemmtilegum myndum frá heimsókninni á Nintendo Ísland á Facebook og í framhaldinu settum við okkur í samband við Vilhelm og spurðum hann nánar út í ferð sína í skemmtigarðinn. Það má því segja að Super Nintendo World sé einskonar Disney World Nintendo-spilarans. Þess má geta að þá tók Shigeru Miyamoto, skapari Marios, þátt í því að hanna Super Nintendo World skemmtigarðinn. Super Nintendo World er fyrsti skemmtigarður sinnar tegundar en áform eru um að opna fleiri staði á…